Rökkur - 01.06.1952, Side 100
148
R ÖKKUR
reif hún miðann í smátætlur, hélt svo áfram verki sínu, en
augunum renndi hún þó annað veifið þangað, sem tætlurnar
lágu.
Hún hafði fyllt körfuna og var á leið heim að húsinu, er hún
heyrði hófadyn og vissi hún þegar hver var að koma, enda
heyrði hún brátt mann sinn kalla hressilega að vanda:
„Andromeda, vertu viðbúin —“
Og á næsta andartaki var hann kominn og sveiflaði sér af
baki og á næsta andartaki var hún við barm hans.
„En sá ilmur af þessum rósum,“ sagði hann, „og þó kann
eg enn betur við anganina af hári þínu.“
Hann kyssti hár hennar. Og vegna þess, sem fyrir hana hafði
komið hjúfraði hún sig upp að honum enn innilegar, svo að
hann kyssti hana aftur, svo að í svip gleymdist henni allt,
nema að hún var í örmum Sams, sjómannsins síns.
„Hvar hefirðu verið, Sam minn?“ spurði hún loks.
„Eg reið í áttina til Wrexham, til þess að spjalla við Cecily,
eins og eg sagði þér?“
„Ó — hvers vegna?“
„Eg ætlaði að tala við hana um Ralph, — hann heldur stöð-
ugt áfram að þjóra, eða svo er mér sagt.“
„Cecily,“ endurtók hún, og leit sem snöggvast í áttina þang-
að, er tætlurnar lágu. „Og — hittirðu hana, Sam?“
„Hm, nei, elskan mín.“
„Hvers vegna ekki?“
„Af því að hesturinn minn, Ranger, datt með mig —“
„Guð minn góður, meiddirðu þig?“
„Nei, en Ranger —“
„En hann er svo traustur, hrasar aldrei —“
„Já, hann var það.“
„Var það, af hverju tekurðu svona til orða, Sam?“
„Hann er dauður, væna mín.“
„Beið hann bana í fallinu, eða hvað? Af hverju þarf eg að
toga þetta út úr þér?“
„Nei, ekki beinlínis, væna mín, það vildi nefnilega svo til,
að hann — blessaður gamli klárinn minn — varð fyrir skoti,
og —“
„Skoti,“ sagði hún og gat vart náð andanum, svo mikið varð
henni um og flaug aftur í hug aðvörunin.
„Vafalaust einhver veiðiþjófur verið þarna í grenndinni —
ekki gæti neinn annar verið með byssu þarna í skóginum.“