Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 101
R Ö K K U R
149
„í skóginum,11 endurtók hún. „Og þú — varst — að fara
til fundar við Cecily?“
„Já, eins og eg var að segja þér —“
„Hvar gerðist þetta?“
„Þegar eg var að fara fram hjá Fallodene rjóðrinu. Runn-
arnir eru mjög þéttir þar, ákjósanlegasti felustaður fyrir veiði-
þjófa, skilurðu, og —“
„Nei, Sam,“ hvíslaði hún lostin skelfingu, „það var skotið á
þig, úr launsátri, og að yfirlögðu ráði, til þess að drepa þig
— og þú — þú ert að reyna að blekkja mig.“
„Blekkja þig, eg verð að segja — að það —“
„Guð veri með okkur,“ sagði hún og sleppti körfunni til
þess að geta gripið um hendur hans. „Nú er það að koma fram,
sem eg hefi alltaf óttast, — þetta er upphafið, ó, Sam minn,
eg er alveg viss um -það, að einhver situr um líf þitt.“
„En eg er að reyna að sannfæra þig um að það hafi verið
tdviljun ein, að eg var þarna, er skotið reið af —“
„Sam,“ sagði hún tárvotum, ásakandi augum, „hvernig get-
urðu fengið af þér að reyna að blekkja mig, sem þekki þig svo
vel. Hvernig geturðu —?“
Hún beið ekki eftir svari við þessari spurningu, sem hún
bar upp í örvæntingu sinni, og hraðaði sér á braut, og hann
gerði enga tilraun til þess að stöðva hana. Þess í stað leit hann
raunamæddur á svip á skærin hennar og körfuna, sem lágu
við fætur honum. Og þarna stóð hann enn, er Harry Standish
bar þar að stundu síðar.
„Hvað er að?“ spurði Standish með nokkrum áhyggjusvip.
„Hún vill ekki taka trúanlega frásögn mína um, að það hafi
verið veiðiþjófur, — né neitt, sem eg segi, finnst, að eg sé að
blekkja sig.“
„Og hvernig geturðu ætlast til, að hún trúi þessu. Eg vildi
ráðleggja þér að segja henni sannleikann.“
„Og hvað er hið sanna í málinu, Harry?“
„Að Chalmers hafi verið hér að verki.“
„Það gæti mér aldrei til hugar komið.“
„En eg er eins viss um það eins og að eg stend hérna, og eg
vona til guðs, að þú gerir ekkert til þess að hann fái aftur
slíkt tækifæri. Og hvert sem þér farið hér eftir gangandi eða
ríðandi, mun eg fylgja yður.“
„Vitleysa.“
„Eg hefi lofað því.“