Rökkur - 01.06.1952, Page 102
150
RÖKKUR
„Lofað því?“
„Andromedu vitanlega. Eg mætti henni, útgrátinni — og af
stuttu samtali við hana er mér Ijóst, að hún er sannfærð um
að gerð hafi verið tilraun til þess að myrða yður — og —“
„Nefndi hún nokkurn með nafni?“
„Nei, en eg er ekki í vafa um hvern hún grunar?“
„Chalmers vitanlega.“
„Chalmers vitanlega — fjandinn hirði hann.“
í þessum svifum kom þjónn, hneigði sig og mælti:
„Þér eruð beðnir að koma til tedrykkju, herrar mínir, í her-
bergi „Elisabetar drottningar“.“
„Segið lafði minni, að við séum að koma, — sjáðu, Harry,
við skulum tíma saman rósastilkana, — hún misti þá áðan,
blessuð, er henni var mest niðri fyrir.“
Þeir tíndu saman rósastilkana og fylltu körfuna, sem Sam
bar inn til konu sinnar, en Standish hélt á skærunum.
XV. KAPITIJLI.
Enn þykknar í lofti.
Þótt enn væri dýrðlegt sumar og sól skini í heiði dag hvern
á Wrybourne Feveril var að þykkna í lofti í öðrum skilningi
og það var Sam ljóst, er hann fagran sumarmorgun stikaði í
áttina til hesthúsanna.
Þar hitti hann fyrir Harry Standish, jafn snyrtilega klædd-
an og hressilegan og að vanda. Veifaði Harry keyri sínu og var
hinn kátasti.
„Góðan dag, jarl minn. Hvert skal halda á þessum bjarta
góðveðursdegi?"
„Aha,“ sagði Sam og hnyklaði brúnir, „hvert ætlið þér,
Harry?“
„Eg fer sömu leið og þér jarl minn, eg verð að fylgja
yður samkvæmt gefnum loforðum, og munuð þér ekki þurfa
að efast um hollustu mína.“
„Og komið vel vopnaður, sé eg?“
„Ekki get eg nú sagt það, — þetta eru bara litlar skamm-
byssur, sem fara vel í vasa. — Ber mikið á þeim?“
„Álíka og 36 punda kanónum. En hvers vegna hafið þér
vopnast?"
„Finnst yður það svo heimskulegt? Ef nú einhver annar
þorpari gerði samskonar tilraun og síðast.“