Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 104
152
R O K K U R
„Þarna sérðu, Harry, svona var Andromeda — en er það
ekki lengur. Svo breytt er hún.“
„Þú færð mig ekki til þess að trúa því, að tilfinningar henn-
ar í þinn garð séu breyttar, — hún, sem ekki sér sólina fyrir
þér. Við þurfum ekki að kvarta yfir konunum okkar, Sam.“
„Nei, það hefi eg ekki sagt, en mín er breytt, hvað sem þú
segir, gerbreytt, og eg er staðráðinn í að komast að hvers vegna
hún er breytt.“
„Hún heldur bara, að þú sért í stöðugri lífshættu og hefir
áhyggjur af því hverja stund, — og það er allt Chalmers að
kenna, bölvuðum þrjótnum. Jæja, þarna er veitingahúsið, —
það verður gott að fá freyðandi, svalandi mjöð.“
„O-já, já,“ sagði Sam svo mæðulega, að Standish horfði á
hann af enn meiri áhyggjusvip en fyrr.
Þeir voru ekki fyrr komnir af baki en John gestgjafi kom
til þeirra og bauð þá velkomna. Hann var að jafnaði brosleit-
ur og hlýlegur, en að þessu sinni var hann óvanalega alvöru-
gefinn, eða svo fannst Standish, og ákvað hann með sjálfum
sér að gefa nánar gætur að öllu. Gengu þeir nú inn í einka-
stofu gestgjafa, sem var snoturlega búin, og fjarri skenkistof-
unni, og lét John Bascomb bera þeim freyðandi öl á könnum.
Er þeir teyguðu svalandi mjöðinn varð Standish þess var,
að hurðinni var ýtt lítið eitt inn, og sá hann skeggjuðu andliti
bregða fyrir, og var augljóst, að fyrir dyrum úti var einhver
sem stóð á hleri.
„Eg er á leið til Lewes-markaðarins, en segið mér fyrst
hvað er í fréttum —“
í þessum svifum féll hurðin hægt að stöfum, en Standish
gekk hægt til dyra með ölkönnuna í hendinni, opnaði dyrnar,
og gekk út, og lokaði kyrfilega á eftir sér, en Sam bar aftur
upp spurninguna.
„Jæja, John, þér senduð eftir mér og eg er'hingað kominn.
Við skulum setjast niður og rabba saman.“
John tautaði einhver þakkarorð vegna þeirrar virðingar,
sem jarlinn sýndi honum, settist, hallaði sér fram og hvíslaði:
„Eg gerðist svo djarfur lávarður minn, að gera yður orð,
til þess að mæla til yðar nokkurum viðvörunarorðum. Frændi
yðar, Ralph —“
„Ralph — hvað er um hann að segja?“
„Hann kom hérna um kvöldið, herra — og hótaði — að
ganga af yður dauðum.“