Rökkur - 01.06.1952, Síða 105
RÖKKUR
153
„Jæja, hann hefir þá verið drukkinn í meira lagi, ha, John?“
„Drukkinn var hann, en ekki svo drukkinn, að hann vissi
ekki vel hvað hann sagði. Hann var með tvær einvígisskamm-
byssur, og vildi óður og uppvægur ríða heim til yðar, og knýja
yður til þess að heyja við sig einvígi. Til allrar lukku var mark-
greifinn hér —“
„Þér eigið vitanlega við Twiley markgreifa.“
„Já, eg efast ekki um, að Ralph mundi hafa framkvæmt hót-
un sína, ef markgreifinn hefði ekki komið í veg fyrir það.“
„Ætlið þér að telja mér trú um, að Twiley markgreifi hafi
raunvérulega komið í veg fyrir, að hann færi?“
„Það gerði hann.“
„Segið mér gerla frá þessu, John.“
„Nú, jæja, frændi yðar kom hér, krafðist þess að fá að fara
upp til markgreifans, en er þangað kom veifaði hann skamm-
byssunum, hótaði að ganga af yður dauðum, og fór fram á,
að markgreifinn færi með honum og yrði einvígisvottur.
Markgreifinn neitaði, — fyrr en þeir hefðu skálað — og með
því að fá Ralph til að drekka, gat hann afstýrt þessu, því að
hann þurfti ekki mikið til viðbótar til þess að verða út úr
drukkinn og hjálparvana. Þar næst var Ralph háttaður ofan
i rúm og þar svaf hann á annað dægur. Þér eigið því Twiley
markgreifa að þakka, að allt fór sem bezt var kosið.“
„Þetta er furðulegt, John,“ tautaði Sam.
„En fleira furðulegt átti eftir að gerast, lávarður minn.
Þetta gerðist í vikunni sem leið, en í morgun — áður en menn
voru risnir úr rekkju — kom lafði Scrope hingað ríðandi og var
mikið niðri fyrir. Eg hafði þotið niður, þegar eg heyrði hófa-
dyninn. „Ó, John,“ sagði hún, „lofið mér að koma inn, og skrifa
bréf.“ Vitanlega var ekkert því til fyrirstöðu. Hún var mjög
áhyggjufull og í hugaræsingu, vesalings konan, og öll grát-
bólgin. Eg færði henni blek, penna og pappír, og svo skrifaði
hún nokkrar línur og bað mig að afhenda yður bréfið, með
leynd, og ekki neinum öðrum. Og hér er það.“
Sam veitti því þegar athygli, að bréfið var ekki dagsett.
Það var auðsjáanlega skrifað í mesta flýti.
„Ó, kæri Sam, gerðu það fyrir mig að hitta mig í
skóginum klukkan fimm, því að eg þarf nauðsynlega
að tala við þig um það, sem enginn má vita, ekki einu
sinni Andromeda. Sjálfs þín vegna og mín verðurðu að