Rökkur - 01.06.1952, Page 106
154
ROKKUR
koma. Eg verð komin klukkan fimm og bíð þangað til
þú kemur. ----- C e c i 1 y.“
Sam braut saman bréfið og stakk því í vasann og horfði því
næst framan í John, sem var mjög hátíðlegur á svipinn.
„Þér hafið þekkt lafði Scrope lengi, John?“ sagði hann með
spurnarhreim.
„Frá því hún var lítil telpa, lávarður minn. Hún var elsku-
legt barn og hamingjusöm var hún, þar til hún misti foreldra
sína, en eftir það varð hún að þræla hjá frændfólki sínu, en nú
/ er hún mikilsvirt aðalskona — og þó hefði kannske verið betra,
ef hún hefði ekki gifst.“
„Laukrétt,“ sagði jarlinn, „laukrétt, John, og þó byrjaði
þetta vel, — Ralph og hún urðu ástfangin hvort í öðru, og allt
virtist ætla að fara vel.“
„Já, lávarður minn, Ralph var efnispiltur, en það var faðir
hans, Julian lávarður, sem kenndi honum að drekka. Frændi
minn var þjónn á heimilinu, og hann var margsinnis vitni að
því að faðir hans knúði hann til að drekka, þar til hann var
ekki með sjálfum sér. Ef það hefði verið vilji forlaganna, að
Julian lávarður hefði verið myrtur fyrr, hefði kannske allt
farið öðru vísi.“
„Já, það var ekki von að vel færi — þegar drengurinn átti
slikan föður.“
í þessum svifum kom Standish inn og enn með ölkolluna í
hendinni.
„John, hver er þessi skartbúni heiðursmaður með svarta
vangaskeggið — hann er klæddur grænum jakka?“
„Það hlýtur að vera herra Bellenger, herramaður frá Lund-
únum, vinur markgreifans.“
„Vinur markgreifans," sagði Standish eins og við sjálfan sig,
„skrýtinn fugl þetta —“
Og svo bætti hann við og beindi orðum sínum til jarlsins:
„Og nú, jarl minn, ölið er af könnunni — og kannske ættum
við að koma okkur af stað.“
XVI. KAPITULI.
„Danni“ og Shrig koma til sögunnar.
„Sam, kæri vin,“ andvarpaði Standish, er þeir höfðu riðið
löturhægt langa stund, svo að honum veittist orðið erfitt að