Rökkur - 01.06.1952, Síða 107
RÖKKUR
155
láta hest sinn fara stöðugt á hægagangi, „hví þurfum við að
skríða áfram sem sniglar — og svo er eins og þú hafir mist
málið í þokkabót."
„Eg var að hugsa um sitt af hverju,“ sagði Sam.
„Já, það var eg líka — og eg hafði komizt að niðurstöðu um,
að ef við ættum að komast til Lewes í dag væri bezt fyrir okkur
að spretta úr spori, að minnsta kosti láta klárana brokka. Og
í öðru lagi hefi eg sannfærst um, að það er eitthvað illt í að-
sigi.“
„Og hvað skyldi það svo sem vera?“ spurði Sam hinn róleg-
asti.
„Sá í græna jakkanum með hliðarskeggið lá á hleri og veit
því að við ætlum til Lewes — og undir eins og hann hafði
komist að raun um það steig hann á bak hesti sínum og reið
eins og fjandinn væri á hælum hans. Eg hefi illar bifur á
þessum náunga, — þessum vini Twileys markgreifa.“
„Vinur markgreifans, já,“ sagði Sam og kinkaði kolli.
„Twiley virðist nýlega hafa lagt sig í líma með að koma í veg
fyrir, að eg yrði skotinn til bana.“
Og Sam sagði Standish frá því, sem John gestgjafi hafði
sagt honum.
„Svei, svei, ekki er allt gull sem glóir, segir máltækið, ög
annað: Brennt barn forðast eldinn. Hvorttveggja vert að
muna. Spurningin er aðeins: Hvern þremilinn er Twiley að
brugga?“
„Nei, spurningin er þessi: Af hverju vill Ralph ganga af
mér dauðum?“
„Svarið er það, að hann er fullur dag hvern frá morgni til
kvölds — og þetta er drykkjumannsraus — og annað ekki.“
„Kannske þú hafir rétt fyrir þér, Harry, ef til vill er hon-
um ekki sjálfrátt, veraslingnum.“
„Það vill fara svo stundum, þegar menn gefa sig Bakkusi
á vald — en hver þremillinn —?“
Standish þagnaði skyndilega, því að upp hæðina á móti
þeim kom maður ríðandi og knúði hest sinn sífellt sporum og
beitti auk þess óspart keyrinu, og allt í einu, án þess að
hægja á sér, sveigði hann til hliðar, en hesturinn fók undir
sig stökk yfir limgirðingu og á næsta andartaki voru þeir
horfnir, hestur og reiðmaður.
„Þetta hlýtur að vera brjálaður maður,“ sagði Standish.
„Já, eða drukkinn,“ tautaði Sam.