Rökkur - 01.06.1952, Síða 111
RÖKKUR
159
garpinum Daniel og varð hann allt í einu hýr og góðlegur á
svip, eins og hann jafnaðarlega var.
„Gleður mig, að hafa orðið yður að liði, lávarður minn,“
sagði hann.
„Ekki aðeins mér, Daniel, heldur og vini mínum Harry
Standish. Harry, hér eru komnir margreyndir vinir mínir frá
lögreglustöðinni í Bow Street — en aldrei hafa þeir mér slíkt
lið veitt sem í dag. Komum vinir mínir og skolum kverkarnar
— í bezta víninu, sem völ er á.“
XVII. KAPITULI.
Lögð fram skilríki um „varúðarráðstafanir“.
Þegar þeir, sem mest komu við sögu í slagsmálunum í Lewes,
höfðu þvegið sér og snyrt, svo að lítil merki sáust þess
„hildarleiks“, er þeir höfðu tekið þátt í, sátu þeir um stund í
makindum í veitingahúsinu „White Hart“, í snoturlega búnu
einkaherbergi, og teyguðu höfugt vín. Og nú, er Sam hafði fyllt
glösin í þriðja sinn, hneppti Shrig frá sér bláa einkennisjakk-
anum sínum og dró upp úr einum vasanum leðurveski, sem í
var troðið eins miklu af bréfum og hægt var, og mælti:
„Jarl minn og félagi, þótt allmjög hafi verið lumbrað á
yðar hágöfuga höfði, eins og kúlan bláa yfir hægra eyra ber
vitni,. er þar með ekki sagt, að vor ágæta alþýða kunni ekki
að gera nýja tilraun til þess að nota nefnt höfuð til hnefaleiks-
œfinga — sammála?“
„Kannske,“ svaraði Sam og glotti. „En það er ekki líklegt.“
„Þeir eru til, jarl minn og félagi, sem álykta á annan hátt.“
„Og af hverju, Jasper?“
„Ef til vill hafa þeir heyrt, að hestur yðar göfgi hafi tekið
vlðbragð og hrokkið aftur á bak, og þess vegna hafi kúla, sem
yður var ætluð, lent í höfði hans.“
„Hesturinn minn.“ sagði Sam hugsi og dreypti á glasinu.
„Það væri fróðlegt að vita hvar þið hafið grafið þetta upp.“
„Upplýsingar voru í té látnar — bárust okkur upp í hend-
urnar, mætti kannske segja.“
„En frá hverjum?“
„Jarl og félagi — það liggur ekkert fyrir um það.“
„Þið eruð dularfullir eins og vanalega,“ sagði Sam og kink-
aði kolli.
„Varfærnir — jarl minn og félagi, varfærnir. En svo mikið