Rökkur - 01.06.1952, Síða 113
RÖKKUR
161
raér að segja, að eg vona, að eg njóti trausts yðar, og að kunn-
ingsskapur okkar — og einnig minn og hins óviðjafnanlega
Daniels, eigi eftir að verða grundvöllur einlægrar vináttu.11
„Ekki mun á mér standa,“ sagði Shrig og hneigði sig. „Hvað
segir þú, Danni?“
Daniel, sem var jafn hógvær og mildur á svip og áður, síðan
er bardaganum lauk, brosti feimnislega til Standish og mælti:
„Eg segi eins og þú Jasper.“
í þessum svifum kom inn drengur nokkur, snoturlega
kíæddur, berhöfðaður og heilsaði að hermannasið, þótt húfu-
laus væri. Kartöflunef drengsins var til lítillar prýði, en hann
var vel. eygður og skarplegur.
„Hvað segirðu mér um „kálfana“ drengur?“
„Sluppu út, hver á fætur öðrum.“
„Jæja, herrar mínir,“ sagði Shrig, „þar sem hreyfing er
farin að komast á hlutina, er bezt að hreyfing komist á mig
lika.“
Og herra Shrig reis á fætur og var þar með lokið viðræðunni
og víndrykkjunni.
XVIII. KAPITULI.
Jarlinn afhendir vini reisupassa.
Klukkan var að verða fimm, þegar Sam kippti snögglega í
tauminn og sagði um leið:
„Ríð þú áfram, Harry, eg hitti þig hérna á vegamótunum
suður frá eftir svo sem hálfa klukkustund.“
„Hvað — að eg skilji yður eftir hérna einan, að kalla ná-
kvæmlega á sama stað og árásin var gerð um daginn. Nei,
nei, Sam — þér megið ekki fara fram á þetta, — eg hvorki
get né vil hlýðnast þessari fyrirskipun.“
„Á vegamótunum eftir hálfa klukkustund,“ endurtók Sam.
„En — hvers vegna þarf eg að skilja yður einan eftir
hérna — á þessum bölvaða stað. Gerið þér yður grein fyrir, að
ef eg hlýði þessari fyrirskipun rýf eg það heit, sem eg hefi
unnið Andromedu. Eg hvorki get né vil —“
„Hverju lofaðirðu?“
„Sam, eg hefi sagt yður það áður, að hún lét mig lofa því,
að fylgja yður eftir hvert sem þér færuð, sleppa aldrei af
yður augunum. Yðar vegna og hennar vegna sór eg þess dýran
11