Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 114
162
ROKKUR
eið, að bregðast henni ekki. Þetta loforð ætla eg mér að efna
hverjar sem afleiðingarnar verða. Skiljið þér —?“
„Þessu er þá svona varið,“ sagði Sam og rétti úr sér. „Þér
hefir verið falið að gefa gætur að mér —“
„Nei, til að vernda yður, ef þörf krefur.“
„Það skiptir engu um hvernig þetta er orðað.“
„Það er nú samt reginmunur — eins mikill og á hlutverki
vinar og njósnara.“
„En eg neita að sætta mig við, að njósnað sé um mig eða að
mín sé gætt — er það nægilega skýrt og skilmerkilegt?“
„Já,“ sagði Standish og rétti líka úr sér í hnakknum, „fylli-
lega, en ekkert vald á jörðu fær mig til þess að rjúfa heit mitt
við Andromedu.“
„Hún hefði aldrei átt að láta yður lofa því, sem þér gátuð
ekki efnt —“
„En hún krafðist þessa — og eg lagði við heiður minn —
að vera yður nærstaddur til verndar, í hvaða hættu, sem að
höndum bæri.“
„Þú hefir heldur en ekki frætt mig um vissa hluti, —
Standish,“ sagði Sam og var orðinn öskureiður.
„En eg veit ekki hvers vegna þér viljið hætta til lífi yðar
a nýjan leik — og langar ekkert til að vita það, en ef það er
ásetningur yðar, verð eg að taka fram, að eg mun þráast við
að inna af hendi gefið loforð og fylgja yður —“
Sam fór að bölva og ragna eins og réttur og sléttur sjóari,
en tók sig á og mælti virðulega, sem jarli sómdi:
„Þá, herra minn, verð eg að tilkynna yður, að þér eruð ekki
lengur í þjónustu minni.“
„Á eg að skilja það svo, að þér rekið mig úr starfi mínu?“
hálfstamaði Standish undrandi. Það var eins og hann gæti
ekki með nokkru móti áttað sig á þessu. „Þér hafið annars
verið í slæmu skapi í allan dag og alltaf að rjúka upp seinustu
stundirnar — þegar skapið batnar áttið þér yður betur á þessu.“
„Herra,“ svaraði jarlinn þungbúinn og enn virðulegar, „þér
þurfið ekki að vera í neinum vafa um það, sem eg hefi sagt.
Þér eruð ekki lengur starfsmaður minn. Þér getið greitt sjálfum
yður árslaun og svo vil eg vera laus við návist yðar hið fyrsta
— skiljið þér?“
„Fyllilega,11 svaraði Standish alvarlega, „en eg vil taka fram,
að þér getið látið annan en mig njóta rausnar yðar. Eg mun