Rökkur - 01.06.1952, Síða 116
164
RÖKKUR
lóngu skefti upp úr leðurhylki, starði á hana, og þrýsti henni
svo aftur snögglega í hylkið, lyfti titrandi hnefum og huldi
andlit sitt með þeim.....Og nú í þessum svifum var það,
sem Standish dró aðra af skammbyssum sínum upp úr vasan-
um, litla og skrautlega skammbyssu, en þó hið bezta vopn,
miðaði henni á reiðmanninn, reið hægt til hans og mælti glað-
lega:
„Gott kvöld, herra minn, leyfið mér að biðja yður um að
lána „hvolpana“ yðar!“
Ralph varð bilt við, en rétti úr sér snögglega, og starð'i
undrandi á Standish, sem hélt áfram í sama dúr:
„Eg á að sjálfsögðu við skammbyssur yðar, herra minn. Og
gerið svo vel að fara gætilega, er þér réttið mér þær,“ og
um leið spennti hann bóginn á skammbyssu sinni, „því að
sannarlega hafið þér vakið svo megnan viðbjóð í huga mínum,
að eg mundi ekki vikna þótt eg ætti eftir að sjá yður veginn.
Farið því varlega, herra minn.“
Ralph rétti honum skammbyssur sínar án þess að mæla orð
af vörum, en Standish tókst einhvern veginn að troða þeim í
vasa sína, en ekki hafði hann augun af Ralph á meðan.
Ralph sneri við hesti sínum og bjóst til að ríða á brott, en
bló allt í einu kaldranalega, leit um öxl og mælti:
„Ríðið á eftir mér, Standish, .... og eg skal sýna yður —
það, sem eg var að bíða eftir að verða sjónarvottur að.“
XX. KAPÍTULI.
Sam fær viðvörun. Honum er gert rangt til.
Sam reið áfram, án þess að fegurðin, sem við blasti, hefði
nokkur áhrif á hann — fyrr en hann sá sólina skína á hið
gullna hár Cecily, sem beið hans og veifaði til hans með
hattinum, sem hún hafði tekið af sér.
„Ó, Sam,“ sagði hún, er hann kom, „hvað er að, vinur minn,
þú ert —“
„í leiðu skapi, Cecily, það er allt og sumt.“
„Eg ætlaði nú að segja, að þú værir svo raunamæddur á
svipinn — og það er eg líka Sam,“
„En það hefir þegar haft góð áhrif á mig, stúlka mín, að
sjá þig.“
„En ef þú hefir áhyggjur af einhverju skaltu trúa mér fyrir
því, og lofaðu mér að reyna að — hvað er að sjá, þarna er