Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 117
RÖKKUR
165
stærðar marblettur yfir öðru gagnauganu, og jakkinn þinn
rifinn —1 þið Ralph hafið þó ekki hitzt og —?“
„Nei, nei, væna mín, eg lenti í smábardaga í Lewes, og um
það er óþarft að fjölyrða, en segðu mér, Cecily, hví boðar
þú. mig hingað með leynd? Hví komstu ekki rakleiðis til
Wrybourne eins og vanalega.“
„Eg þorði það ekki — var smeyk um að Ralph mundi fylgja
mér eftir og stofna til illinda. Hann er svo æfur út í þig upp
á síðkastið, og eg veit varla hvað gerast mundi, ef Twiley
markgreifi —“
„Hvað, er hann enn að ónáða þig?“
„Nei, nei, hann er gerbreyttur í framkomu við mig, mildur
og góður. Hann hefir gerbreytzt við ráðninguna, sem hann
fekk í skóginum."
„Já, hann er smeykur um, að eg beiti svipunni aftur?“
„Og það er engin furða, Sam, því að þú slóst fast.“
„Hefirðu hitt hann oft að undanförnu, Cecily?“
„Já,“ sagði hún og andvarpaði og varð dálítið niðurlút,
„því að, þegar vesalings Ralph er — miður sín — fylgir Twiley
markgreifi honum heim.“
„Aha, svona liggur þá í því.“
„Við hvað áttu, Sam?“
Sam svaraði ekki spurningunni, en bar upp aðra:
„Og þeir virðast vera beztu vinir nú, maðurinn þinn og
Twiley?“
„Já,“ svaraði hún.
„Og Ralph drekkur enn meira en hann gerði?“
„Já,“ sagði hún og varð áhyggjufull. „Hvað ertu að gefa
mér í skyn, Sam?“
„Meira en eg get sannað, Cecily. Hvað heldur þú?“
„Eg — eg veit það ekki, en kannske er það svo, að hafi
Twiley markgreifi breytzt til hins betra, hefir maðurinn minn
vissulega breytzt til hins verra. Ó, guð hjálpi okkur báðum,
ef þessu fer svona fram. Skilurðu ekki hvers vegna eg bað
þig að koma, Sam? Hann er alltaf með hótanir í þinn garð
— hótanir um að drepa þig — og sjálfan sig. Þegar hann
kom heim í gærkvöldi varð eg óttaslegin í fyrsta skipti —
hrædd við manninn minn. En eg lét hann ekki verða varan
ót.ta míns. Og loks tókst mér að stilla hann. Og þegar hann
var sofnaður dró Twiley mig til hliðar og sannfærði mig um,
að nauðsynlegt væri, að eg skrifaði þér, og hann taldi örugg-