Rökkur - 01.06.1952, Síða 119
RÓKKUR
167
„Það eru fleiri en hann, sem ætla slíkt hið sama.“
„Fari þeir bölvaðir, hverjir geta það verið?“
„Það skiptir engu um það, Sam. Eg vil aðeins að þú vitir,
að það er afbrýðisemin sem veldur því, að Ralph drekkur nú
svo, að hann er títt viti sínu fjær.“
„Hvílík reginfirra!“
„Og eg vil einnig að þú vitir —“
Hún þagnaði skyndilega með skelfingarsvip, — það var
sem gripið hefði verið fyrir kverkar henni, því að allt í einu
heyrðist hávaði eins og af máli margra manna skammt frá.
„Víkið frá segi eg, farðu bölvaður —“
„Bölvaður sértu sjálfur, burt héðan —“
„Myrkrahöfðinginn sjálfur skal ekki stöðva mig. Skjóttu
ef þú þorir. —“
Hófadynur kvað við og brak í runnum og út úr runnunum
kom maður ríðandi á harða stökki og stöðvaði hest sinn
skyndilega.
„Loks heppnaðist mér að koma ykkur á óvænt — nú hefi
eg sannanirnar, Japhet — frændi! Allt í lyndi á friðsælum
stað og öruggt með þenna náunga, sem ætlaði að stöðva mig,
til þess að vera á verði. Bölvaður sértu og við líka, eg og kon-
an þarna, sem skal verða völd að bana okkar beggja. Sú stund
átti að renna upp nú, að þú færir ekki oftar á slíkan leyni-
fund, Japhet jarl, en þú getur þakkað það varðhundi þínum,
að fresta verður þeirri skemmtun, en ekki lengi, um það getur
þú verið viss —“
„Þagnaðu,“ hvæsti Japhet, er hann loks komst að, „og hlust-
aðu á mig, heimskinginn þinn —“
„Nei, eg hlusta ekki á þig, manndjöfull — nú ætla eg að
hrifsa þessa konu mína frá þér og fara með hana heim, þar
sem hún á að vera. Svo að þú skalt koma, ástin mín, gullhærða
C'ecily, með eiginmanni þínum, sem þú dáir svo mjög.“
Svo sló hann snögglega með svipu sinni á lend hests Cecily
°g hann rauk af stað sem trylltur væri og Ralph á eftir henni.
„Og í þetta skipti, Jennifer,“ hvíslaði Sam í eyra hryssu
SInnh ,4 þetta skipti var Ralph ódrukkinn með öllu.“
„Ódrukkinn með öllu,“ var sagt annarlegri, harkalegri
röddu, og svo nálægt, að Sam kipptist við, og var furða hans
niikil, er hann sá Harry Standish þarna kominn, en hann
hefði getað lagt eið út á, að það hefði ekki verið hann, sem
rciælt hafði. Harry Standish sat fölur og fár á hesti sínum