Rökkur - 01.06.1952, Page 120
168
R Ö K K U R
og starði á hann einkennilegu, starandi augnaráði — með
skammbyssu sína í hvorri hendi. Sam hreyfði sig ekki heldur,
því að hann bjóst við hinu versta — það var engu líkara en
að Harry Standish væri gripinn örvæntingu. í tilliti augna
hans bjó slík ógnun og fyrirlitning, að hann hafði vart slíka
séð í andliti nokkurs manns.
„Herra Standish,“ sagði Sam og reyndi að mæla í léttum
tón, en sem jarlslegast, — ,,eg vissi ekki betur en að þér
væruð ekki lengur í þjónustu minni.“
„Alveg rétt, göfugi jarl,“ sagði Standish með fyrirlitningar-
brosi á vörum, „en svo að eg víki að frænda yðar, þá er þess
að geta, að eg kom að honum þar sem hann gægðist yfir runna
nokkurn með skammbyssur þessar í höndum, og afvopnaði
eg hann, en taldi ráðlegast að hafa auga með honum. Þar er
skýringin á hinni óvelkomnu nærveru minni — og takið nú
við skammbyssum þessum, sem eg hefði kannske aldrei átt að
snerta við.“
Hann henti til hans skammbyssunum og svo virtist andar-
tak, sem Sam mundi ekki við þeim líta, en svo sá hann sig
um hönd og stakk þeim í vasann og spurði:
„Jæja, Harry, hvað svo?“
„Nú, lávarður minn, mun eg afgreiða yður fljótlega.“
Sam gerði sér upp hlátur, og rétti fram hönd sína og mælti:
„Harry, hafi eg sært þig, bið eg þig fyrirgefningar, en eins
og þú vissir hafði eg áhyggjur þungar og stórar og var í vafa
um margt, er mér sinnaðist við þig. Og mér er vel ljóst, að
eg þarf á þér að halda. Ef þú vilt sættast og taka í hönd mér
skal allt vera eins og það var og þú skalt fá helmingi hærra
kaup en áður.“
„Lávarður minn,“ sagði Standish napurlega, — „í fáum
orðum sagt þá getið þér farið til andskotans."
„Hvað, hvað —, hvern þremilinn áttu við?“
„Eg á við það, að hver sá maður, sem á aðra eins konu og
þér, en fer á leynifundi úti í skógi til þess að daðra við konu
annars manns, er svo fyrirlitlegur, að eg vil ekkert hafa sam-
an við hann að sælda. Og því endurtek eg, — farið fjandans
tii.“
Sam brá svo mikið við þessa óvæntu afstöðu Harry Standish,
að hann fekk engu orði upp komið, en Harry hristi höfuðið
með fyrirlitningarsvip og kuldalegu glotti á vör og reið á burt,