Rökkur - 01.06.1952, Page 123
RÖKKUR
171
„Er það varðandi Sam?“
„Já, en —“
„Hefir nokkuð komið fyrir hann?“
„Nei, það er, eins og eg er að segja yður —“
„En þér segið mér ekkert, Harry —“
„Eg er að reyna það —“
„Látið yður ekki tungu vefjast um tönn lengur. Hvers vegna
hafið þér brugðizt mér? Hvers vegna komið þér einn heim?
Hvar er Sam? Þér höfðuð lagt við drengskap yðar —“
„Eg gerði það, — það er satt, með þeirri afleiðingu, að allt
er mér glatað.“
„Við hvað eigið þér, Harry?“
„Afleiðingarnar hafa bitnað á mér og Rowenu, ekki Sam.
Og nú veit eg ekki hvernig eg get sagt Rowenu frá þessu.“
„Frá hverju?“
„í fám orðum sagt: Eg hefi verið rekinn úr vistinni — þótt
eg geti vart trúað því.“
„Ekki mun eg leggja trúnað á slíka fjarstæðu,“ sagði Andró-
meda með leiftrandi augu.
„En það er nú samt satt — og í kvöld verðum við að fara
héðan, Rowena og eg. Að minnsta kosti eins fljótt og við verð-
ur komið.“
„Nei,“ sagði Andrómeda og munnsvipurinn var allt í einu
orðinn hörkulegur. „Til þess kemur ekki. Eg sætti mig ekki
við, að slíku óréttlæti sé beitt. Eg — banna það.“
„Kæra Andrómeda, þér eruð alltaf manngæzkan sjálf, en
— hér er það Sam, sem valdið hefir, og hann er — stundum
að minnsta kosti og áreiðanlega nú, í því skapi, að ekki tjáir
að mæla í móti honum.“
„Hann er þrár, en það get eg líka verið. Segið mér nú hvað
gerðist.“
„Við vorum á heimleið.“
„Frá Lewes? Hvar skilduð þið?“
„í um það bil mílu vegar fjarlægð héðan.“
„Það mundi vera nálægt Fallodenerrjóðri,“ sagði hún hugsi.
„Og hvers vegna urðuð þið ekki samferða lengra?"
„Hann mun hafa viljað losna við mig.“
„Höfðuð þið deilt?“
„Hann hafði verið argur í skapi mestan hluta dags —“
„Já, en hvers vegna vildi hann losna við yður — einmitt
þarna?“