Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 125
R Ö K K U R
173
arnar. Þess vegna bið eg yður, yðar vegna og hans vegna, að
treysta honum, og fagna honum vel, er hann kemur heim. Og
nú skuluð þér rífa þennan óhræsis miða í tætlur —“
En í stað þess að fara að þessu ráði braut hún lappann vand-
lega saman og stakk honum í glófa sinn.
„Harry, þér eruð trúr og tryggur, en — aðeins karlmaður, á-
lyktar og dæmir eins og karlmenn mundu gera, án þess að
gera sér nokkra grein fyrir tilfinningum og sjónarmiði kon-
unnar. En eg er kona og lít á hlutina frá öðrum sjónarhólum
og varð að haga mér í samræmi við það. Eg er staðráðin í því
fyrst og framar öðru að bæta um fyrir herfilegt óréttlæti, sem
eiginmaður minn hefir gert sig sekan um. Þér verðið því kyrr
hér.“
„Ó, Andrómeda, eg er yður af hjarta þakklátur, en —
hvernig gæti eg —“
„Ef þér getið það ekki, Harry, þá get eg ekki heldur verið
hér. Ef þér farið frá Wrybourne Feveril með Rowenu, eins
og ástatt er fyrir henni, en hún er hvorki fær um að ferðast
né þolir hún áhyggjur — mun eg fara líka og taka barn mitt
með mér. Og munum við þá öll halda til guðmóður minnar í
London.“
„Til hertogaynjunnar,“ sagði Harry og hló í fyrsta skipti
þennan dag, „eg gæti trúað að hún gæti kippt öllu í lag — geti
hún það ekki getur það enginn annar.“
„Jæja, Harry, á eg að skipa svo fyrir, að vagninn skuli hafður
reiðubúinn?“
„Nei, kæra Andromeda — ekki eins og sakir standa — en ef
ekki verður hjá því komist. Hertogaynjan, hertogaynjan af
Camberhurst — sú kona á ekki sinn líka, þessi litla, en mikla
kona, fyndin, ráðsnjöll —“
„Já, guði sé lof, hún hefir alla þessa kosti til að bera og
fleiri. Ef þörf krefur leitum við til hennar. Nú verð eg að fara
og sinna blessuðu barninu mínu. Það eru margar klukkustundir
siðan eg sá hann. Ó, Harry, þér munuð brátt komast að raun
um hvílíkt yndi lítið barn getur veitt manni, — það munuð
þið Rowena vonandi brátt komast að raun um. Flýtið yður
nú heim til hennar og munið umfram allt, að segja henni ekki
frá neinu. Það má ekki vekja áhyggjur og kvíða í huga henn-
ar.“ —
„Það skal ekki koma eitt orð yfir mínar varir um þetta, —
Andrómeda, leyfið mér að tala eins og mér býr í brjósti —