Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 127
KÖKKUR
175
Og í þetta skipti hafði Perkins hraðan á — svo hraðan, að
hann var kominn aftur að vörmu spori, og nú móður og más-
andi eins og hinn þjónninn.
„Jarlsfrúin, lávarður minn, hún er farin að hátta, og —
hm — hún biður mig að tilkynna yður, lávarður minn, að —
að hún óski eftir —“
„Óski eftir hverju?“
„Að — að verða ekki fyrir neinu ónæði, lávarður minn.“
„Ha? Hvað —sagði jarlinn svo hranalega, að vesalings
Perkins kipptist við og hrökklaðist aftur á bak til dyra, og er
þangað kom áræddi hann að .stynja upp.
„Er það, hm, nokkuð fleira, lávarður minn?“
„Nei, fari í helvíti, nei, — þetta er nægilegt.“
„Þá, lávarðyr minn, vona eg að mér leyfist — að fara?“
„Já, fjandans til, ef þér viljið.“
„E-eg þakka yður, lávarður minn,“ og Perkins þurkaði
sveittan skallann, er út var komið, og flýtti sér þangað, þar
sem hann gat fengið sér einn snafs svo lítið bar á, til þess að
hressa upp taugarnar, en því næst fór hann á fund frú Leets,
og sagði henni — sér til hugarhægðar — allt, sem gerzt hafði.
Og Anna frænka lagði við hlustirnar, skaut inn spurningu við
og við, bað hann að kveða niður allt hjal starfsfólksins, og
stóð svo upp og skrjáfaði þá heldur en ekki í pilsunum. Og
svo gekk hún út, hnakkakert og virðuleg, og lagði leið sína
að útskornum dyrum með gullskreyttum umbúnaði, og barði
hægt að dyrum.
„Hver er þar?“ var spurt lágum rómi.
„Bara Anna frænka.“
Loka var dregin frá að innanverðu og á næsta andartaki
hvíldi Andrómeda hálfsnöktandi við hinn gilda barm Önnu
frænku, sem tók utan um hana og mælti til hennar huggunar-
orðum.
„Ó, eg elskaði hann svo heitt, Anna frænka, — allt of heitt
-- og nú hefir hann murkað lífið úr ást minni — og eg vil
bara deyja.“
Og í hinum gömlu augum Önnu frænku kom fram mikil
mildi skilningsríkrar sálar og hún lagði æðabera, granna hönd
á enni hinnar ungu konu og sagði:
„Segðu mér nú alla söguna, væna mín.“
„Já, já, eg ætla að gera það, Anna frænka. Og eg hefi þráð
svo að mega gera það. Slepptu mér ekki og hlustaðu á mig —“