Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 128
176
RÖKKUR
-----Jarlinn sat einn að kvöldverði, át lítið en drakk því
meira — aldrei þessu vant — stóð upp svo snögglega, að þjónn-
inn missti disk úr hendi sér á gólfið, og gekk til stofu sinnar,
þar sem hann gekk fram og aftur um gólf — hverja stundina
af annari.
Klukkan sló — ellefu högg — og allir höfðu tekið á sig náð-
ix. Jarlinn gekk með kertastjaka í hendi að hinum útskornu
dyrum með gullskreytta umbúnaðinum, reyndi að opna, en
dyrnar voru læstar. Hann ygldi sig, kreppti hnefann eins og
hann ætlaði að berja á hurðina og formæla, en hann — hinn
einvaldi jarl — stóð þarna stutta stund, orðlaus af undrun,
og gekk á braut, hægt, þunglamalega, um löng göng, niður í
forsalinn, þar sem bjarma frá ljósi bar sem snöggvast á gamla
hjálma, brynjur og vopn, — og allt virtist fá á sig ógnandi
blæ — allt vera honum til storkunar, en er inn í lesstofuna
kom tók hann fjaðrapenna og hripaði í flýti:
Til Andrómedu, jarlsfrúar í Wrybourne.
Lafði góð, nú sem fyrrum, skulu þér ráða, en takið
afleiðingunum; þér skuluð í allri auðmýkt biðja mig
fyrirgefningar, og mun eg eigi fyrr stíga fæti yfir þrösk-
uld yðar.
Wrybourne.
Til konu minnar, Andrómedu:
Verði það þá svo, stúlka mín, en um hvern þremilinn
þetta allt snýst hefi eg enga hugmynd um. En þú ert
eins og skip, sem rekur stjórnlaust undan stormi og
straumum, en boðar á hléborða og hvergi lægi. Haltu
samt áfram þar til þig ber að landi, og þá geturðu hóað
í mig, og eg skal koma þér á flot aftur.
Þinn undrandi og sárreiði sjómaður og eiginmans-
nefna,
Sam.
Nú fer eg að hátta, sem allra lengst frá þér.
Og hver stundin leið af annari og enn þyrptust skuggarnir
að Wrybourne Feveril úr öllum áttum.