Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 130
178
R Ö K K U R
lítil telpa væri að syngja, en hún hætti snögglega, er hundur
íór að gelta og kallaði til hans:
„Þagnaðu, Esaú, leggstu niður og liggðu kyrr, þú mátt ekki
gieyma því, að þú ert aðalshundur!“
Seppi virtist hafa látið sér segjast, því að hann ýlfraði að
eins lágt, og þagnaði svo. Sir Róbert hægði á sér, unz hann
kom að bletti þar sem lítil telpa sat milli hunds, sem var stór
og vígalegur, og tötralegrar brúðu. Róbert stöðvaði hest sinn
og virti þessa sjón betur fyrir sér, en hundurinn og litla stúlk-
an störðu á hann, og loks var sem allur kvíði og ótti hyrfi
úr augum telpunnar, því að hún tók til máls ósköp blátt áfram:
„Góðan dag, eg er að að yrkja kvæði í stílabókina mína — og
mig vantar orð sem rímar á móti búðing.“
Einhverju, sem líktist leiftri, brá fyrir í hinum alvarlegu
augum Sir Róberts, og það vottaði fyrir brosi á vörum hans,
er hann svaraði:
„Eg er smeykur um, að eg geti ekki hjálpað þér, — en gæt-
irðu ekki notað orðið kaka — það yrði kannske auðveldara að
fmna eitthvert orð, sem rímar þar á móti, taka, baka —“
„Ó, já, — það er alveg ágætt — yrkir þú líka.“
„Hm, eg get nú ekki sagt, að eg hafi lagt það fyrir mig.“
„Þú ættir að reyna það. Vildirðu, að eg lofaði þér einhvern-
tíma að heyra kvæðin mín.“
„Víst vildi eg það —“
„Þá ætla eg að gera það, því að þú ert svo snjall að finna
íorð, sem mig vantar — og svo ertu svo stór og fallegur og
.mér geðjast að þér.“
„Geðjast að mér —“ sagði hann, eins og hann gæti ekki
tiúað sínum eigin eyrum. Ertu nú alveg viss —“
„Al-veg hár-viss, mér geðjast að svona karlmönnum, sem
eru eins og þú og — Sam frændi — stórir og sterkir — og
goðir í sér.“
„Og þú heldur, að eg — sé góður í mér.“
„Alveg viss, og sjáðu nú til, hérna hefi eg í stílabókinni
minni kvæði um stjörnu, sem er einmana eins og eg, annað
um tunglið, og manninn í tunglinu, og svo er enn eitt — en
það er nú bara byrjun — um huldumann, sem eg kalla „Róbín
goða“, bara ein vísa. —“ Þú ert þó ekki að hlæja að mér —?“
„Nei, nei, eg bara brosti, sjáðu til, eg heiti nefnilega Róbín
líka!“
,Er það — alveg satt?“ hrópaði hún himinlifandi.