Rökkur - 01.06.1952, Side 132
180
R Ó K K U R
„Og þú lofar að verða ekkert hrædd?“
„Nei, eg held nú ekki — Batilda missti einu sinni allan
handlegginn og eg varð ekki vitund hrædd.“
„Jæja —“
„Sýndu mér hann þá — og eg skal —■“
Og Sir Róbert dró handlegginn hægt út og bjóst við, að
barnið mundi fyllast hryllingi, en hún horfði athugulum, blíð-
nm augum á silkiklæddan stúfinn, tók varlega utan um hann
með litlu höndunum sínum, og lagði að brjósti sér og kyssti
varlega á hann — en hann tók utan um hana með hinni hend-
inni, og hún leit upp og horfði í augu, sem voru næstum eins
björt og fögur og mild og hennar.
„Þú ætlar þó ekki að fara að gráta, — meiddi eg þig?“
„Nei,“ mælti hann titrandi röddu. „Guð blessi þig, nei, Jane
litla — þú hefir gefið mér eitthvað, sem er betra en höndin,
sem eg missti — eitthvað, sem eg hefi saknað allt lífið, þótt eg
vissi það ekki fyrr en nú.“
Allt í einu beygði hann sig alveg niður og kyssti hið bjarta
hár hennar og enni.“
„Róbín minn góður,“ sagði hún og hjúfraði sig upp að honum.
„Næst ætla eg að búa til kvæði um þig.“
„Viltu gera það?“
„Já, strax í kvöld, áður en amma háttar mig —“ í fjarska
sló klukka fimm högg — „kominn tedrykkutími, og nú verð
eg að fara, því að annars verður farið að leita að mér. Og vertu
nú sæll Róbín góði, — þangað til eg finn þig aftur.“
„Kannske hérna, á morgun?“
„Já, á morgun,“ sagði hún og kinkaði kolli, „og lofaðu mér
að kveðja þig með kossi.“
Hann hlýddi — feimnislega. Svo tók hún Batildu og stíla-
bókina í aðra hönd sína og í hálsgjörðina á Esaú með hinni og
gekk í braut umvafin geislum síðdegissólarinnar, en Sir Róbert
borfði á eftir henni unz hann hvarf sjónum. Svo steig hann
á bak, einn síns liðs eins og hann kom, einmana sem fyrr, en
svo fór hann að hugsa um Jane og gleymdi öllu öðru og í sál
hans var gleði, sem hann hafði ekki þekkt áður.
/