Rökkur - 01.06.1952, Síða 133
RÖKXUR
181
XXIV. KAPITULI.
Raiph tekur örlagaríka ákvörðun.
Við ljós kerta, sem voru 1 þann veginn að brenna út sat
Ralph hrelldur og í örvæntingu, því að hann hafði nú brotið
svo af sér, að hann gæti aldrei bætt fyrir það. Hann huldi and-
ltið í höndum sér og hann iðraði sárlega þess, sem gerzt hafði
nokkrum klukkustundum áður — minntist brjálæðiskenndrar
aíbrýðisemi sinnar og mildi Cecily, sem aumkaði hann í niður-
lægingu hans — og hann hafði krafizt svars við spurningu,
sem hann fyrirvarð sig fyrir að hafa borið upp, og hún hafði
staðið sem agndofa, er hann krafðist svars, og ekki mælt orð,
og er reiði hans náði hámarki sló hann ....
Hann leit sem snöggvast á marinn og bláan hnúa og svo út
í horn þar sem hún hafði hnígið niður .... Það var sem hann
heyrði hana mæla af nýju þessi orð með blóðugum vörum:
„Ó, guð minn, fyrirgefðu honum —.“ Þessi orð, sem hann
mundi aldrei gleyma, alla æfina, og: Ó, Ralph, farðu og legðu
bönd þína í kalt vatn, þú hefir víst meitt þig ... .“ Og hann
hafði farið, ekki vegna þess, að úr hnúanum blæddi, heldur
vegna þess að hann fyrirvarð sig, gat ekki horft framan í hana,
en hún hafði farið upp í herbergi sitt, sem hann mundi aldrei
geta stígið fæti sínum í framar, því að hann yrði aldrei þess
verður. Og svo hafði hann setið þarna alla nóttina, aumur og
iðrandi, og hugsað á þá leið, að liann hefði brotið meira af sér
en svo, að það yrði nokkurn tíma fyrirgefið, eða hann gæti
orðið verður fyrirgefningar. Nú gat ekki lengur verið nema um
eina leið að ræða, einhvern veginn að vinna aftur glataða sjálfs-
virðingu og ástir hennar — eða falla fyrir eigin hendi.
Ljósin blöktu á skari. Hressandi blær barst inn um opinn
gluggann og færði með sér angan blóma úr garðinum — ang-
an blómanna hennar. Og er hann lyfti höfði sá hann, að dagur
var að renna. Hann sá bjarta rönd í austri — sá hana breikka,
það var eins og von kviknaði, og loks gægðist fyrsti geislinn
' inn í herbergið. Þá stóð hann upp, gekk að glugganum og horfði
á sólaruppkomuna. Jú, vissulega hlaut að vera unnt að gera
sér vonir um að geta byrjað af nýju, kannske fundið aftur
leið til Cecily og hamingjunnar, en aðeins einhversstaðar úti í
fjarskanum gæti hann fundið þá leið, — fyrr gæti hahn ekki
komið aftur, kropið á kné fyrir henni og beðið hana fyrirgefn-
ingar. Þessa leið varð hann að finna — eða leita dauðans. Hann