Rökkur - 01.06.1952, Síða 134
182
ROKKUR
tók ákvörðun sína hrærður í huga og gekk að borðinu og
skrifaði henni skilnaðarbréf, harmi þrunginn og iðrandi.
Hjartans Cecily mín.
Þig hefi eg alltaf elskað, þótt eg sé ekki ástar þinnar
verður og verði aldrei, og nú held eg á brott í von um,
að einhverntíma renni upp sá dagur, er eg get unnið aftur
ást þína og sjálfsvirðingu mína. Guð einn veit hversu
sárt mig iðrar framkomu minnar og hversu eg fyrirlít
sjálfan mig. Reyndu því, elsku Cecily, að hugsa til mín
án beizkju, biddu fyrir mér, og trúðu því, að eg hafi allt-
af elskað þig og geri alltaf, en aldrei heitara en nú.
Þinn í iðrun og aðdáun,
Ralph.
Sannfærist eg nokkurntíma um að eg sé ástar þinnar
verður mun eg hraða mér á fund þinn — en þar til sá
dagur rennur bið eg guð að blessa þig og vernda.
Og er hann, eins og ástfanginn, hugsjúkur unglingur, hafði
skrifað þetta bréf, braut hann það saman og innsiglaði, og
skildi eftir, þar sem hún hlaut að finna það. Hann bjóst svo
til brottfarar, fór að öllu sem hljóðlegast, tók hatt sinn,
skykkju og skammbyssur, leit enn út í hornið, þar sem hún
hafði legið, er hann hafði slegið hana, andvarpaði, og gekk
tiJ móts við hinn nýja dag til þess að sigrast að fullu á hinu
illa í sál sinni. Fyrr en sá sigur ynnist skyldi hann ekki aftur
snúa.
XXV. KAPITULI.
Vinur í raun.
Ralph hafði varla riðið mílu vegar, er hann varð þess var,
að hesturinn hafði týnt undan sér. Formælingarorð voru í þann
veginn að koma yfir varir hans, en þess í stað stundi hann
bara dálítið, steig af baki, og teymdi hestinn um gamlar,
troðnar slóðir, milli runna og hárra trjáa, en hér hafði hann
slitið barnsskónum og þekkti hvern blett, og loks kom hann
að hvítmáluðu litlu húsi, en skammt frá var skuggalegur kofi,
en þar var smiðja þorpssmiðsins, Jem Lacey, en smiðjan hafði