Rökkur - 01.06.1952, Síða 136
184
RÖKKUR
aldrei hefi eg séð þig slíkan. Og muntu nú þurfa eitthvað þér
til hressingar, ef eg þekki þig rétt.“
Smiðurinn hvarf á braut, en kom aftur að vörmu spori með
fiösku og glas, fyllti það og rétti honum:
„Hérna herra minn!“
Ralph tók við því og bar að vitum sér, en svo skvetti hann
úi glasinu á smiðjugólfið, rétti smiðnum tómt glasið og mælti:
„Aldrei aftur, Jem!“
Smiðurinn varð all-undrandi, leit á tómt glasið, svo á gólfið
og loks á Ralph og mælti:
„Þér hlýtur að vera meira en lítið illt drengur.“
„Já, já, Jem, mér er illt — eg er veikur á sálinni, leiður á
lífinu, sjálfum mér.“
„Nú. Hvað kom fyrir?“
„Það er allt glatað fyrir mér, nema —“
„Hvað er að heyra drengur, aldrei hefi eg heyrt þig mæla
svo fyrr. Og þó hefi eg þekkt þig alla' mína daga.“
„Ó, já, alla mína daga, og eg var — forðum daga — bezti
strákur — eða hvað.“
„Já, það get eg borið vitni um. Marga stundina saztu á þess-
um stól og horfðir á neistaflugið. Þú varst gulli betri þá —
þegar þú varst lítill drengur.“
„En — svo fór fyrir mér eins og allir vita. Eg varð drykkju-
maður. Það veizt þú eins og aðrir. En það, sem þú veizt ekki
er það, að eg er orðinn samvizkulaus hrotti — skepna. Og
hér er sönnunin.“
Hann sýndi Jem hönd sína.
„Þarna er Kains-merkið. Eg er ekki betri en morðingi, eg
hefi murkað lífið úr hamingju minni og sálarfriði — og, já,
einhverju, sem var miklu hreinna og betra.“
Smiðurinn sterklegi lagði frá sér flösku og glas og tók utan
um Ralph, eins og hann væri lítill drengur, huggunar þurfi.
„Segðu þínum gamla vini allt af létta, eins og forðum daga.“
„Eg er ekki þess verður, að þú virðir mig viðlits.“
„Vitleysa, drengur minn. Komdu með mér heim til Mary
og fáðu eitthvað í gogginn. Enginn getur hugsað skýrt sár-
þjáður — og svangur. Hún mun fagna þér eins og hún gerði
þegar þú varst ekki lengri en sleggjuskaftið mitt. Og kannske
þínn innri maður hafi gótt af að tala við okkur bæði.“
Og svo stóðu þeir upp, gengu út úr skuggalegri smiðjunni,