Rökkur - 01.06.1952, Page 141
RÖKKUR
189
Tawno dregið, að hann lá máttvana og stynjandi á grasinu.
Ralph tók af sér hattinn og bjóst til að ná í vatn til þess að
kæla fótinn, en það mátti Tawno ekki heyra nefnt, og ýtti sér
nær fossinum, unz hann gat teygt fram fótinn, svo að hann
baðaðist í fossúðanum.
„Þetta mun duga, lávarður minn. Enginn ástæða til að eyði-
leggja ágætis hatt.“
Þegar fór að draga úr verknum í fætinum tók Tawno til að
lysa fyrir Ralph hellunum á þessum slóðum, en hann sat nið-
urlútur og annars hugar. Hann gat ekki um annað hugsað en
Cecily, sem hann þráði heitara en nokkurn tíma fyrr. Það fór
vitanlega ekki fram hjá Tawno að Ralph leið illa á sálunni og
mælti hann því:
„Þér eruð fámáll, lávarður minn.“
„Fámáll —,“ sagði Ralph og kipptist við, „já, hugurinn var
annarsstaðar. — Meðal annara orða, þér — Tawno — eruð
engu síður einkennilegur en þessi furðustaður. Þér eruð ekki
venjulegur flökkumaður?“
„Eg er sannur flökkumaður,“ sagði Tawno og brosti með
a'vörusvip, — „en af gömlum og góðum stofni — forfeður
mínir réðu ríkjum til forna í Egyptalandi, hvort sem þér trúið
því eða ekki.“
„Víst geri eg það —,“ sagði Ralph og hugsaði á þá leið, að
útlit hans og virðuleg framkoma væri vitnisburður um, að
hann hefði rétt að mæla. Ræddu þeir þetta nokkuð frekara,
en talið sveigðist aftur á sömu braut og áður.
„Yður líður illa, lávarður minn. Á stundum örvæntingar
og vonleysis er gott að eiga vin. Ef þér gætuð litið á mig sem
vin í raun þá er hér hönd mín.“
Ralph varð gripinn furðulegri ákefð og rétti fram hönd sína,
en kippti henni eldsnöggt til baka.
„Treystið þér mér ekki, lávarður minn?“
„Treysti yður — Tawno? Það er ekki það — hvernig getið
þér litið á mig sem heiðarlegan mann — mig, sem kannske
gæti ekkert heiðarlegra gert en fyrirfara mér. Þér hafið víst
aldrei verið í slíkum þönkum?“
„Oft, lávarður minn,“ sagði Tawno rólega.
„Þér —?“
„Já, í fyrsta skipti þegar eg var hlekkjaður á fótum og sett-
ur í röð galeiðuþræla, illmenna og hrotta, sem vegna afbrota
smna og fantalegrar meðferðar, voru skepnur líkari en mönn-