Rökkur - 01.06.1952, Síða 142
190
R Ö K K U R
um. Eg reyndi að fyrirfara mér, en það var komið í veg fyrir
að það heppnaðist. Næst þegar eg var dreginn í myrkvastofu,
þar sem eg kvaldist í myrkri og einveru. Og síðar, — en slepp-
um þessu, þetta nægir til að sýna, að mér hefir ekki alltaf liðið
vel.“
„Já, svo sannarlega.“
„En margt furðulegt gerist, — þegar eg hafði tækifæri til
þess að leita frelsis í örmum dauðans, þá notaði eg það ekki.“
„Hví ekki?“
„Fiðlutónar bárust mér að eyrum.“
„Fiðlutónar —?“
„Já, það var lítil telpa, dóttir eins fangavarðanna, sem lék
á fiðluna. Mér hafði tekist að afla mér vinfengis hennar, en
eg hafði sjálfur dundað við að leika á fiðlu frá barnæsku.
Þetta sagði eg telpunni og hún sagði frá því. Fangelsisstjórinn
lét senda eftir mér og eg var látinn leika, er hann hafði boð
inni. Smám saman var farið að treysta mér, svo að eg hlaut
takmarkað umferðarleyfi, en það notaði eg til þess að flýja.
P'iðlan varð mér til bjargar. Með því að leika á fiðluna vakn-
aði nægilega sterk lífslöngun til þess að lifa lífinu áfram —
þrauka áfram um stund að minnsta kosti.“
„Þér hafið sannarlega verið sárt leikinn, en sá er munurinn
á okkur, að eg hefi leikið aðra sárt — einkanlega eina mann-
eskju, þá, sem í huga mínum er ofar öllum öðrum. Og nú hata
eg sjálfan mig og fyrirlít. Þér hafið víst aldrei fyrirlitið sjálf-
an yður, Tawno?“
„Nei, guði sé lof.“
„Af hverju spyrjið þér einskis, Tawno?“
„Eg hefi ekki árætt það, af því að þér kipptuð að yður
hendinni.“
„Og mér finnst að eg geti ekki rétt fram hönd mína, fyrr
en þér vitið allt.“
„Þá, lávarður minn —“
„Kallaðu mig ekki lávarð — kallaðu mig hvað annað sem
þú vilt.“
„Jæja, bróðir til dæmis? Hvernig er það?“
„Fyrirtak, þótt eg hafi ekki til þess unnið.“
„Segið — segðu þá allt af létta.“
Og svo sagði Ralph honum alla söguna, en Tawno rétti hon-
um höndina: