Rökkur - 01.06.1952, Side 143
RÖKKUR
191
„Hér er hönd mín, Ralph, það er augljóst, að þú ert vinar
þurfi, og viljirðu mig að vin, er eg reiðubúinn.“
Nú var Ralph ekki seinn á sér að grípa hina framréttu hönd,
og svo settust þeir hlið við hlið, þögulir fyrst í stað, og horfðu
á síkvikan fossinn.
„Nú er mér sá vandi á höndum,“ sagði Ralph, „að taka á-
kvörðun um hvað eg get gert. Orð hennar klingja stöðugt í
eyrum mér. Heim get eg ekki farið, þótt eg sé nokkurn veginn
viss um, að hún muni fagna mér. Einhvern veginn finnst mér,
að eg verði að prófa sjálfan mig — sjálfs mín vegna og hennar
vegna.“
„Nú rataðist þér satt á munn, bróðir. Þú verður að koma til
hennar verður fyrirgefningar. Eg hefi lesið um það í fornum
sögum, að er menn höfðu brotið eitthvað af sér, tóku menn
sverð sitt og skjöld og riðu á brott og sneru eigi heim aftur,
fyrr en þeir höfðu drýgt einhverja dáð. Hið illa sem vér ger-
um er eins og skuggi, sem við aldrei losnum við, fyrr en við
höfum gert vfirbót. Hætt til þess lífinu, ef þörf krefur.“
„Eg hefði átt að vera uppi á þeim tíma — þá hefði kannske
allt verið einfaldara, en eins og allt er —“
Ralph þagnaði snögglega og andvarpaði.
„Eg held næstum, að eg sé vel á vegi að verða jafngóður,"
sagði Tawno og strauk sér um öklann, „við ættum að koma
okkur af stað, en svo er nú hitt, hvort eg kemst aftur í stíg-
vélið.“
„Já, við skulum halda áfram, mér er sama hvert, ef við
verðum félagar.“
„Það verðum við eins lengi og þú óskar.“
Tawno gafst upp við stígvélið og Ralph hélt á því undir ann-
ari hendinni og studdi Tawno með hinni. — Og brátt voru þeir
félagar komnir úr felustaðnum og sólin vermdi þá.
„Segðu mér,“ sagði Ralph er hann hjálpaði félaga sínum á
bak, „hvað merkir þetta nafn — Tawno?“
„Það er úr flökkumannamáli, bróðir, og þýðir „lítill“.“
„Þá hæfir það ekki þér, þú ert hár og samsvarar þér vel —
næstum eins hár og eg, held eg.“
„Eg hefi líklega verið smágerður, þegar eg fæddist og í upp-
vextinum."
Þeir héldu áfram ferð sinni allan daginn, unz skyggja tók
og allt í einu brá fyrir bjarma inni í skóginum, og þá sagði
Tawno: