Rökkur - 01.06.1952, Síða 144
192
RÖKKUR
„Þarna eru Lovel-arnir.“
Um leið og hann rriælti kvað við hundgá og út úr rjóðri
nokkru kom kona, eða stúlka öllu heldur, því að hún
var ung. Hún var hávaxin og göfugleg. Hún leit á Ralph —
og hún leit á Tawno stórum, spyrjandi augum, hreyfingarlaus.
„Tawno,“ hvíslaði hún loks og rétti fram granna, fagra
arma, og glóði á gullið, sem þeir voru skreyttir með, og það
glóði líka á hásmen hennar og spennurnar, sem héldu saman
tinnudökka hárinu hennar. Hún ávarpaði Tawno á flökku-
mannamállýzku og hann svaraði á sömu tungu:
„Ralph, lávarður, hér er Nerilla, grein af stofni svörtu Lovel-
anna. Nerilla, fagna þú manni þessum, því að hann er bróðir
minn.“
Ralph tók ofan hatt sinn og hneigði sig. Nerilla beygði kné
sín lítið eitt, gekk svo fram mjúk í hreyfingum, rétti honum
báðar hendur og mælti:
„Velkominn vertu til mín og fólks míns. Við héldum Tawno
dauðan, en hann segist eiga þér lífið að launa. Komum til
fólks okkar, sem mun fagna ykkur eins og þeim, sem úr helju
eru heimtir.“
Hún gekk á undan þeim og brátt voru þau komin í rjóður,
þar sem bál voru kynnt. Voru þar mörg tjöld og lítt hreinleg,
vagnar og hestar. Hundar geltu, börn gægðust fram undan
tjaldskörum, konur og karlar gláptu og góndu, og er þau loks
þekktu aftur Tawno þustu þau til hans og fögnuðu honum, en
svo datt allt í dúnalogn, er fram stikaði mjög hávaxinn aldr-
aður maður, með hrynjandi, silfurgráa lokka, og flaksandi
mjallarhvítt skegg, en augun, undir loðnum brúnum, voru
fjörleg, og var auðséð á öllu, að hér var foringi, sem var vanur
að skipa fyrir og að boði hans væri hlýtt.
Þegar hann kom auga á Tawno lyfti hann höndum og orðin
streymdu af vörum hans sem árstraumur, og brátt talaði hver
í kapp við annan, menn spurðu og spurðu, og loks kvaddi
Tawno sér hljóðs.
„Já,“ sagði hann á ensku, „eg er heim kominn — úr helju
heimtur. Dauður maður hefir risið úr gröf sinni. Fagnið því
þessum manni, sem er bróðir minn, því að honum er það að
þakka, að enn get eg tekið fiðlu í hönd og leikið fyrir ykkur,
eins og forðum daga, og dvalist hjá ykkur eins lengi og verða
rná — svo að nú skuluð þið fagna Ralph þessum, sem er bróðir
minn.“