Rökkur - 01.06.1952, Page 145
R Ö Ií K U R
193
XXVII. KAPITULI.
Chalmcrs gerist björgunarmaður.
Og dagarnir liðu og þar sem Sam var ekki lengur háður
eítirliti dyggðadrengsins Harry Standish, og hin virðulega og
fagra jarlsfrú hans lét sem hún heyrði hann ekki eða sæi, var
hann seint og snemma á ferðinni, og jafnan ríðandi, og ávallt
sótti hann til hinna afskekktustu staða, án þess að skeyta um
viðvaranir Jaspers Shrig. Til afskekktra staða og skuggalegra
leitaði hann, þar sem þeir, er höfðu morð í huga, gátu valið
sér felustaði að vild. Heima yrti hann ekki á nokkurn mann,
hinn vinsæli jarl sem orðlagður hafði verið fyrir ljúfmannlega
framkomu við alla, og þegar hann reið gegnum þorpin fór
hann jafnan hart. Og er í einveruna var komið átti hann það
til að tjóðra hest sinn og sitja lengi í þungum þönkum. Gat
nokkur maður, sem hafði illt í huga, óskað eftir betra tæki-
færi? í sannleika var sem hann væri að leggja þau upp í hend-
urnar á þeim, sem vildu honum illt.
Þannig atvikaðist það, að dag nokkurn síðdegis, er ekki
blakti hár á höfði, var hann staddur í grennd við gömlu Wrex-
fordmylnuna, þennan skuggalega stað, þar sem margir höfðu
latið lífið, og brátt nálgaðist hann tjörnina skuggalegu, sem
skýld var háum trjám á alla vegu. Hann tjóðraði hest sinn og
gekk fram á bakkatm og starði út á tjörnina. Þarna í kvosinni,
sem tjörnin var, var svækjuhiti, og jarlinn tók af sér hattinn
og stóð þarna berhöfðaður um sinn, og starði niður í tjörnina,
sem honum virtist að hefði alltaf búið sér einhverjar ógnir —
og eins á þessari stundu. Allt í einu bærðust lokkar hans í
heitri golunni og það skrjáfaði í runnum að baki hans...
Um leið og hann sneri sér við setti hann hattinn á höfuð
sér, og varð það sennilega til að bjarga lífi hans, því að allt í
einu var honum greitt höfuðhögg mikið, svo að hann hrökk
út í tjörnina, niður í hið kolsvarta, ógnandi dýpi hennar —
æ dýpra sökk hann, og það var sem svartir armar búnir beitt-
um klóm reyndu að læsa sig í hann og draga hann niður í leir-
bleytur og botnslím, og í örvæntingu sinni krafsaði hann
slímið frá vitum sér og reyndi að synda — en hann var að
köfnun komin, þrek hans virtist vera að fjara út, hann varð
niagnþrota og var að gefast upp, — það var þá sama hvernig
allt velktist.
En á þessu augnabliki, er hann vissi, að öllu var lokið, og
13