Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 146
194
R Ö K K U K
honum stóð á sama úr því sem komið var, var sem gripið væri
stálfingrum í hár hans, og hann var togaður upp — upp í ljós,
sem ætlaði alveg að blinda hann-------en þarna var loft, hann
gat andað, hann var á leið aftur til ljóss og lífs, hann reyndi
að hjálpa til að komast upp, við leiðsögn sterkrar handar, sem
ekki sleppti taki sínu, og loks var honum kippt úr heltjörninni,
og hann hneig máttvana niður á bakkanum, andvarpandi,
stynjandi, við barm móður jarðar, og undi því vel, og hann
fann, að þróttur færðist aftur í líkamann. Hann sneri sér við
með erfiðismunum — og hann sá náfölt andlit undir dökku
hári — og það var ekki um að villast, og Sam hló dálítið tryll-
ingslega og furðu lostinn:
„Cha-Chalmers,“ stundi hann upp.
„Enginn annar,“ svaraði Sir Robert og dæsti. „Og eg vil
ekki nein þakkarorð af yðar munni —“
„Jæja, þér getið ekki upprætt þakklætistilfinningar mínar,
því að — sjáið þér til — eg var sannfærður um, að mín sein-
asta stund væri komin.“
„Það hélt eg líka hvað sjálfan mig áhrærir,“ sagði Sir Robert
enn nokkuð móður, — „það var enginn leikur að losa um yður,
fastan í slý- og leirbotni, einkanlega þar sem eg hefi ekki
nema aðra höndina — en þér hafið kannske gleymt því —
bölvaður verið þér.“
„Nei, ónei, eg hefi ekki gleymt því,“ sagði jarlinn og horfði
á Sir Robert, sem ógnaði honum með stúfnum. „Og því finnst
mér enn furðulegra, að þér skylduð vera að þessu, — þér gátuð
hæglega vöknað, já, og eruð holdvotur sé eg, — þetta var ekki
lítil fyrirhöfn. Af hverju breyttuð þér skyndilega um á-
kvörðun?“
„Við hvern þremilinn eigið þér?“
„Fyrst þér hrunduð mér út í — hvers vegna þá að vera
að hafa fyrir því að draga mig upp?“
„Heimskingi, — svo að þér haldið, að eg hafi gert tilraun
til að drepa þig?“
„Hver annar mundi vilja mig feigan?“
„Minnist þess, að eg er einhendur."
„Þér hafið talsverðan mátt í krumlunni — það kom í ljós
áðan.“
„Það er líklega tilgangslaust að bera af sér þessa svívirði-
legu ásökun yðar?“
„Ef til vill, — ef —“