Rökkur - 01.06.1952, Page 147
RÖKKUR
195
„Lítið á barefli þetta —“
Sam hnyklaði brúnir, er hann leit á barefli, sem lá á bakk-
anum.
„Einhver hefir teglt þennan lurk til nýlega — til þess að
nota sem vopn á yður. Kannske eg hafi teglt lurkinn þótt
einhendur sé! — Raunar veit eg vel hver árásarmaður yðar er,
en kannske hirðið þér ekki um að vita nafn hans —“
„Vitanlega vil eg vita nafn hans, — nei, er eg hugsa mig um,
sleppum því. Eg vil komast að raun um það upp á eigin
spýtur.“ ,
Sir Robert glotti meinlega.
„Á eg að trúa því, að þér hirðið ekki um að vita það?“
„Mig skiptir engu hverju þér trúið eða trúið ekki.“
„Þér talið eins og búast má við af manni, sem ber nafnið
Wrybourne. Mér er skemmt af tilhugsuninni um áhugaleysi
t
yðar — af því að mér er vel ljóst, að þér — áræðið ekki að
spyrja.“
„Og því í fjandanum skyldi eg ekki áræða það?“
„Það kynni að koma í Ijós, að grunur yðar reyndist réttur.“
„Sleppum þessu, Chalmers. Tölum heldur um — skipti
okkar.“
„Eg vísa þeirri uppástungu burt með fyrirlitningu. Bezt að
halda heim og skipta um föt. Þér ættuð að gera slíkt hið sama.“
„Vitleysa. Það er heitt af sólu. Fötin þorna von bráðar. Seg-
ið mér hvers vegna þér björguðuð mér?“
„Eruð þér staurblindur maður —?“
„Ef til vill —“
„Eins og þér óskið, Wrybourne. Hér er ástæðan. Ef eg hefði
ekki bjargað yður lægjuð þér þarna niðri á tjarnarbotninum
orpinn leir og slýi. Þér hefðuð fengið frið. Þess í stað sitjið þér
hérna í sólskininu — áhyggjufullur mjög, út af því sem gerst
hefir og er að gerast á heimili yðar.“
Jarlinn sat hreyfingarlaus, kipraði saman augun, og varð
hörkulegur á svip. Ósjálfrátt greip hann bareflið og handlék
það.
„Meðal annara orða, Wrybourne, ef fyrir yður vakir að
nota þetta vopn á mig, þá skuluð þér ekkert vera að draga
það.“
Er jarlinn svaraði engu, bætti hann við í hæðnistón:
„Saga ættar yðar er saga morða og blóðsúthellinga —“
„Því miður er alltof mikill sannleikur í þessum orðum. Auga
13*