Rökkur - 01.06.1952, Page 148
196
RÖKKUR
fyrir auga og tönn fyrir tönn. Slík hafa einkunnarorðin verið
í Scropeættinni.“
Hann varpaði bareflinu út á tjörnina.
„En hér situr samt maður af Scropeættinni, sem hefir fengið
óbeit á hatri og hefnd og blóðsúthellingum og biður yður af
hjarta um — vináttu. Yðar vegna ekki síður en mín, gleymið
hinu liðna. Sýnið nú, Sir Robert Chalmers, að þér séuð maður
til þess að hverfa að fullu af braut haturs og hefnda. Þér hafið
bjargað lífi mínu. Viljið þér lofa mér að verja lífi mínu til
þess að sanna einlægni mína og vinsemd?“
Sir Róbert svaraði engu þegar í stað, en loks tók hann til
máls, hægt og slitrótt:
„Þér haldið þó ekki, að .... vegna þess, að eg dró yður nær
dauða en lífi upp úr tjörninni, að .... þér getið þröngvað upp
á mig vináttu yðar? Þér vogið yður .... að hreyfa því, að
eg gleymi .... þrátt fyrir það að eg er örkumlamaður af
yðar völdum......Vináttu mína skuluð þér hljóta .... þegar
þér gefið mér aftur hönd mína —• sálarfrið minn og sjálfsvirð-
ingu — fyrr ekki — og þangað til er eg og verð svarinn fjand-
maður yðar.“
Sir Robert var mikið niðri fyrir. Hann dró andann ótt og
títt, eins og maður, sem er nær yfirkominn af mæði. En hann
hjálpaði Wrybourne til þess að rísa á fætur, með miklum erf-
iðismunum, og hélt svo á braut, en jarlinn stóð eftir og horfði
hugsi út á tjörnina, þar sem bareflið flaut. Hann var einmana
og hugsjúkur á þessari stundu — og þungbærast var tilhugsun
hans um það, hver mundi hafa hrundið honum út í, en um það
þóttist hann viss.
Svo reið hann heim. Og er heim kom viku þjónar hans til
hliðar eins og skelfingu lostnir af að sjá hann eins og hann
var útlits, en hugur hans var við annað bundinn, og hann sá
þá ekki, og er hann kastaði af sér votum klæðum sínum minnt-
ist hann orða Sir Roberts:
„Saga ættar yðar er saga morða og blóðsúthellinga.“
XXVIII. KAPITULI.
Anna frænka les yfir jarlinum — árangurslaust.
Þegar hann nokkru síðar sat einmana í kyrrð og ró lesstofu
sinnar hugleiddi hann enn þessi orð fjandmanns síns. Allt 1
einu var barið hægt að dyrum. Er hann svaraði gekk Anna