Rökkur - 01.06.1952, Síða 149
RÖKKUR
197
frænka inn, virðuleg að vanda, og Sam fannst skrjáfa ónotalega
í pilsunum, og það fór ekki fram hjá honum, að ekki vottaði
fyrir brosi á vörum Önnu, né heldur í augum hennar.
„Ef þér er það ekki móti skapi, langar mig til þess að tala
við þig.“
„Jæja,“ andvarpaði hann og hneig niður í stól. „Þú líka,
Anna frænka, hefir fjarlægst mig, eins og allir aðrir — og nú
er eg eins og ókunnugur maður á mínu eigin heimili. Hver
þremillinn hefir hlaupið í ykkur öll.“
„En þú átt kannske aðallega við jarlsfrúna —?“
„Nei, — en hún átti þó upptökin. En þú hefir forðast mig
upp á síðakastið — en þar sem þú ert nú hingað komin, vil
eg spyrja þig aftur — hvað er hér á seyði?“
„Ef þetta hefir farið alveg fram hjá þér, er sennilega bezt
að eg þegi. Eg er fráleitt rétta manneskjan til þess að ræða
um þetta við þig.“
„Vitleysa, Anna frænka, ef þessu fer svona fram endar
það með því, að eg fer að kalla þig frú Leets og berja þig, þú
hefir verið mér sem vinur og ráðgjafi, allt frá því er Sam,
sem enga ömmu átti, komst svo í mjúkinn hjá þér, að þú
komst mér í ömmu stað sem Anna frænka. En — guð minn
góður, Anna frænka, hvað hefir komið fyrir okkur öll? Seztu
nú í þennan hægindastól og segðu mér allt af létta — seztu,
segi eg, eða eg tek þig á hné mér og sit undir þér.“
Þessi hótun dugði, en skrjáfið í pilsunum var með mesta
nióti, og benti til, að Önnu frænku líkaði miður, að verða að
hlýða.
„Jæja, Anna frænka, leystu frá skjóðunni.“
„Gott og vel — lávarður minn.“
„Nei, þú verður að byrja aftur.“
„Ef lávarðurinn leyfir mér —“
„Nei, nei, nei — þetta dugar ekki —“
Anna frænka leit allt í einu beint framan í hann, skörpum,
hvössum augum, en svo varð hún allt í einu mild á svip.
„Er það hugsanlegt, Sam, að þú skiljir ekkert, botnir ekki
neitt í neinu?“
„Nei, eg hefi ekki minnstu hugmynd um það.“
„Að þú hefir farið á leynifund — með konu annars manns
~~ og hefir auk þess brugðist konu þinni, sem þú hafðir heitið
ást og tryggðum.“