Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 151
RÖKKUR
199
„Hvernig gat Andromeda trúað illu um mig?“
„Mundu það, sem eg sagði áðan — það munaði litlu, að eg
sannfærðist um sekt þína. Og mundu nú að stökkva ekki upp
á nef þér.“
„Hvers vegna lá við, að þú tryðir þessu, Anna frænka?“
„Vegna þess, að þú ert karlmaður — og karlmenn eru alltaf
sjálfum sér líkir, þegar fögur og heillandi kona er hins vegar
— ekki sízt kona fögur, björt yfirlitum og með gullið hár.“
„Hvað — ertu að fara, kona?“
„Öllum vöskum karlmönnum er ævintýraþrá í blóð borin
— og konum er í blóð borin meðvitund um það. Og af því, að
þú Sam, ert æfintýramaður, karlmannlegri og vasklegri en
aðrir, þá grunaði mig — og Andromedu —“
„Eg verð að segja, fyrst svo er, að —“
„Segðu ekki neitt ljótt, Sam.“
„Nei, aðeins að þetta er óréttlátt og ljótt, — að hlaupa
þannig til og gruna mig um allt hið versta.“
„Við hlupum ekki til, Sam — fjarri því. En ef það er rétt
— almennt talað, sem eg sagði um ykkur karlmennina, hví
skyldir þú einn vera heiðarleg undantekning?“
„Af því að eg er eins gerður og eg er, og það ættuð þið
að vita.“
„Það er þessi bölvun, sem hvílir yfir, nei, það er kannske
bezt sem minnst um þetta að segja. Lestu sjálfur!"
Hún stakk velktum lappa í lófa hans. Og hann las það, sem
á lappanum stóð.
Hann henti honum á borðið með fyrirlitningarsvip.
„Og hún lét þetta hafa áhrif á sig — vegna þessa missti
hún allt traust á mér, nei, nú er nóg komið, nú er mælirinn
fullur.“
„Við hvað áttu, Sam?“
Hann beit á vör sér sem snöggvast, fölur, alvarlegur.
„Eg á við það, að nú sé öllu lokið — milli mín og hennar.
Eg hefi þjáðst meira en orð fá lýst undangengnar vikur. Þú
getur fært henni þennan svívirðilega lappa og sagt henni, að
eg geti aldrei fyrirgefið henni.“
„Sam, þú mátt ekki vera svona ósanngjarn, svona grimm-
Þ/ndur.“
„Farðu með hann til hennar, eða eg geri það sjálfur."
Sam var orðinn svo ógurlegur á svip, að Anna frænka skalf
og titraði.