Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 152
200
R Ö K K U R
„Ó, Sam, væni minn, þú mátt ekki gera þetta, þú getur
ekki —“
Hann gekk til dyra og opnaði þær.
„Frú Leets, gerið svo vel að færa jarlsfrúnni orðsendingu
mína.“
Anna frænka rétti úr sér, — andartak var sem hún mundi
taka til máls. En hún gerði það ekki, heldur gekk út hnakka-
kert, horfði sem snöggvast á kuldalegan, ógnandi svip jarls-
ins, og er út úr dyrunum var komið hneigði hún höfuð sitt,
kæfði grátstunu, og hlýddi fyrirskipun hans möglunarlaust.
XXIX. KAPITULI.
Enn syrtir að.
í hinum mikla varðturni Wrybourne Feveril var klukka
mikil, þakin áratuga ryklagi og körígulóarvefjum, því að löngu
voru liðnir þeir dagar, er klukku þessari var hringt til þess
að kveðja menn til orustu, á þeim tímum, sem sá hafði rétt-
inn, sem voldugastur var — og fór sínu fram með sverð, spjót
eða atgeir í hendi.
Nú var hinni fornu klukku hringt svo ákaft, að mikill felmt-
ur greip alla, sem heyrðu kall hennar, þetta sólríka síðdegi.
Og nú þustu allir, bændur og búaliðar, — allir, sem vettlingi
gátu valdið, til hallarinnar, úr hverjum þorpskofa, hverju
bændabýli Wrybourne-ættaróðalsins, og víðar að, og söfnuð-
ust menn nú saman fyrir dyrum úti á höllinni miklu, þar sem
jarlinn sat á hesti sínum, og að baki honum allir hestasveinar
bans og þjónalið. Jarlinn var fölur og fár, þar sem hann sat
á fáki sínum, og ávarpaði mannsöfnuðinn:
„Þér Wrybourne-menn, góðir nágrannar og vinir; hin forna
klukka hefir kvatt ykkur hingað, og þið hafið brugðið við,
vitandi að mikið lá við — allir hafið þið komið til hjálpar í
leit — að litla barninu, — litla drengnum okkar, Feveril
markgreifa, sem rænt var fyrir tæpri klukkustund — þrifinn
af villimannlegum flökkumanni úr örmum barnfóstrunnar, en
i fylgd með þorparanum voru þrír eða fjórir menn aðrir —“
Ys og þys heyrðist frá mannfjöldanum og sumir létu í
ljós gremju sína og reiði og kölluðu:
„Þér hafið forystuna, jarl, við fylgjum yður allir.“