Rökkur - 01.06.1952, Síða 153
R Ö K K U R
201
„Vinir góðir,“ sagði jarlinn og mælti nú hraðar, „vel veit
eg, að eg þarf ekki að heita yður fé að launum, því að þér
munduð allir sem einn leita að litla drengnum, án þess að
ætlast til launa, en hverjum þeim, sem finnur hann, eða kemst
að því hvar hann er niður kominn, gef eg eitt þúsund gíneur
að launum. Leggjum því af stað, góðir menn, og leitum um
allan skóginn, í hverju rjóðri og hverri laut, meðfram lim-
girðingum, í húsum og hellum — hvarvetna á allri landsplid-
unni héðan til sjávar.“
Og svo var lagt af stað. Þetta var stór hópur — alvarlegra,
ákveðinna manna, og hópurinn átti eftir að stækka með stundu
hverri, — hver stundin leið og loks var farið að húma, og leit-
in hafði enn engan árangur borið. Og það varð myrkt af nóttu.
Hvergi sást stjarna blika. Ljósker voru tendruð að skipan
jarls. Og nú sáust ljós blika. Á vegum. í hlíðum og á hæðum
uppi. Og inni í skóginum. Ljós — í hvaða átt sem litið var,
iðandi ljós, sem færðust æ nær sjávarströndinni.
„Það var svo sem auðvitað, að ekki gat verið tunglskin,“
tautaði jarlinn fyrir munni sér. Hann hafði vart orðinu sleppt,
er maður nokkur ríðandi, var allt í einu kominn að hlið hans.
„Wrybourne, ef þér viljið hlýða á orð mín —,“ sagði hann.
„Aha, Chalmers, eruð þér kominn til þess að hjálpa — eða
til þess að hæðast að mér í örvæntingu minni?“
„Eg er hingað kominn — barns vegna. En það, sem eg vildi
sagt hafa er, að hyggilegra myndi að leita nær heimili yðar.“
„En mér hafa borizt fregnir um, að þorpararnir hafi haldið
til sjávar.“
„En,“ sagði Chalmers og hallaði sér fram, og talaði lágt —
og hikandi —, „eg hefi gildar ástæður til þess að ætla, að þorp-
arinn, sem rændi syni yðar sé sami maðurinn, sem reyndi að
drepa yður hérna um daginn.“
„Chalmers — hvað eruð þér að gefa í skyn?“
„Að grunur yðar var skakkur, lávarður minn — árásar-'
maður yðar var enginn annar en þorparinn, sem þér tuktuðuð
til í skóginum forðum.“
„Eruð þér viss um þetta, Sir Róbert?“ sagði jarlinn.
„Alveg viss um það, því að eg kom auga á hann, er hann
hljóp á brott — og tel miklar líkuf fyrir, að hann hafi nú litla
drenginn yðar á sínu valdi.“
„Guð hjálpi þá blessuðum litla drengnum míhum — og mér