Rökkur - 01.06.1952, Side 155
RÖKKUR
203
„Þetta er maðurinn, sem vill þig feigan, Sam?“
„Ekki mig sjálfan —- hann vill lífshamingju mína feiga —
og einhvern veginn hefir honum tekizt það, helvízkum þorp-
aranum.“
Allan daginn, í steikjandi sólarhita, var leitinni haldið
áfram, allt til Wrybourne, aftur til sjávar og í allar áttir, en
án árangurs.
Er kvöld var komið reið jarlinn heim, úttaugaður og von-
svikinn. Er til hallarinnar kom hljóp kona hans grátstokkin
og örvæntandi og heimtaði af honum barn sitt, eftir að hún
hafði slitið sig frá Önnu frænku, sem reyndi að halda aftur
aí henni, og í milli þess sem hún heimtaði barn sitt, ásakaði
hún hann beizklega, og er maður hennar svaraði henni engu,
steytti hún hnefana framan í hann og bjóst til að slá hann,
en þá greip hann um granna úlnliði hennar og mælti beisk-
lega:
„Frú, eg bið yður að minnast þess, að þér eruð jarlsfrú af
Wrybourne, og að yður ber að haga yður í samræmi við það.“
Því næst ýtti hann henni rólega en ákveðið í útbreiddan
faðm Önnu frænku, og lagði leið sína inn í höll sína, og leit-
aði einveru í lesstofu sinni, sorgbitnari og einmanalegri en
hann hafði nokkurn tíma fyrr verið.
XXX. KAPITULI.
Sinnaskipti Ralphs.
Ralph sat í heiðurssæti við eld mikinn 1 flökkumannabúð-
unum. Það, sem fyrir hann hafði komið, og var að gerast,
var sem ævintýri í augum hans. Ekkert þessu líkt hafði fyrir
hann komið áður. Hann hafði sannast að segja aldrei fengið
að svala ævintýraþrá sinni í uppvextinum. Nú sat hann þarna
við eldinn og hiustaði hugfanginn á Tawno leika á fiðluna
en Nerilla lék lystilega undir á hörpu, og allt í kring sátu
hörundsdökkir flökkumenn og konur, unglingar og börn, hug-
fangnir og þögulir eigi síður en Ralph. Það var augljóst, að
Tawno hlaut að vera frægur meðal flökkumanna eigi síður
fyrir fiðluleik sinn en hæfni sem hnefaleikskappi.
Tawno tókst að töfra fram slíka tóna úr fiðlunni, að það
snart við beztu og fegurstu tilfinningunum, sem nokkurn tíma