Rökkur - 01.06.1952, Síða 156
204
ROKKUR
höfðu hrærzt í brjósti Ralphs. Nú varð honum allt í einu ljóst
— og hann hugsaði um það með söknuði — að einn er sá
staður hér í heimi, sem enginn annar kemst í samjöfnuð við,
friðsæll og heilagur, heimili, þar sem ást og friður ríkir, en
slíkur staður gat aðeins verið, fannst honum, þar sem Cecily
var, — þar sem hún var og hvergi nema þar, blessuð ást
hennar og mildi, konu hans, sem hann hafði svívirt með því
að efast um göfgi hennar og heiðarleik. — Nú var hann ein-
mana flakkari, sem þráði ást, friðsæld og fyrirgefningu, eftir
að hann hafði murkað lífið úr ást hennar .... hin unga móðir
hans hafði látizt, er hann var á barnsadlri, og nú vöknuðu
einnig minningar um hana, — hann kunni enn ljóð, sem hún
hafði kennt honum — og nú, jafnvel hann gæti reynt, því
gat ekki hugsazt, ef til var guð réttlætisins og miskunn-
seminnar, að hann mundi jafnvel bænheyra hann og uppræta
efann, sem kannske eimdi enn af, þrátt fyrir allt, og hatrið
til frænda síns. Mundi guð hlusta á bænir slíks úrhraks sem
hann var? — Þessar hugsanir fæddust í huga hans, er tón-
arnir úr fiðlu Tawnos bárust honum að .eyrum. En nú varð
hann allt í einu þess var, að allir viðstaddir höfðu litið upp,
eins og þeim hefði brugðið, en Tawno benti með fiðlubogan-
um. Allir voru áhyggjufullir.
„Hófadynur,“ hvíslaði Nerilla og spennti greipar og starði
áhyggjufullum augum á Tawno.
„Einn — aðeins einn,“ sagði Tawno, „en ef það er Bow
Street spæjari má eg ekki fyrirfinnast hér.“
Kall barst að eyrum.
,,Hlustið,“ sagði Nerilla, „það er Sam Wardomescro.“
í sömu adránni reið ungur flökkumaður inn í rjóðrið og
henti sér af baki og orðin streymdu af vörum hans eins og
fossfall.
„Tawno, hvað er um að vera?“ spurði Ralph.
„Hann segir ill tíðindi," sagði Tawno og rétti Nerillu fiðl-
una — „ill tíðindi, einkum fyrir okkur skógarins börn, því
að okkur er alltaf um kennt, ef ódæði er framið. Að því er
virðist hefir litla drengnum hans Wrybournes jarls verið rænt,
og múgur og margmenni leitar hans — leitað er um allt
Sussexhérað. Bráðlega fáum við heimsókn, og við megum
búast við hinu versta, því að sá, sem grunur hvilír á, hefir
leitað hælis hjá okkur á stundum, og er það okkur til van-
virðu, að hafa haft slíkan mann meðal vor.“