Rökkur - 01.06.1952, Side 157
RÖKKUR
205
„Sá, sem grunaður er? Þið vitið þá hver gruanður er?“
„Bróðir, við flökkumenn vitum allt sem gerist, illt og gott,
hér í skóginum. Barnsræninginn er enginn annar en Jim
flakkari, sem eg sagði þér frá. Og nú bitnar ódæði hans á okk-
ur hinum.“
„Það skal aldrei verða, því að jarlskrattinn er þó frændi
minn.“
„Veit eg það, bróðir, og hann er sæmdarmaður, sem öllum
er vel til og ekki sízt er hann vinsæll meðal okkar flökku-
manna og allra, sem snauðir eru.“
„Jæja, — en eg — hata hann. Hvers vegna er ykkur vel til
hans?“
„Hann heldur alltaf hlífiskildi yfir þeim, sem snara veiði-
dýr, til þess að bjarga sér og sínum frá sulti, og honum eigum
við það að þakka, að í stórum hluta skógarins getum við verið
í friði, og þurfum ekki að óttast skógarverðina.“
„Hann hefir nóg landið, þakka skyldi honum! Jæja, hann
fær þá að þjást nú!“
„Þú hlakkar yfir óláni hans, bróðir — hví er þér svo kalt
til hans?“
„Af því, að hann .... en hvað er nú á seyði?“
„Já, þeir eru að koma, bróðir. Tala þú nú máli okkar, armra
skógarbarna.“
„Látið mig fást við þá,“ sagði Ralph. „Eg skal tala við þá,
og ef þörf krefur, láta þá fá að kenna á svipunni — hvar er
svipan mín —?“
„Hérna vinur,“ hvíslaði Nerilla og rétti honum svipuna. í
sömu svifum brakaði í greinum og á andartaki var þar krökkt
af riddurum, og fór fyrir hinn síbrosandi herramaður, Sir
Jonas Fanshaw, er sveiflaði keyri sínu og mælti:
„Jæja, þá er hingað komið, drengir — í enn eitt þorpara-
hreiðrið. Kannske á þorparinn griðastað hér meðal flökku-
kindanna —“
„Hann er ekki hér,“ hrópaði Ralph reiðilega.
„Haltu þér saman,“ kallaði Sir Jonas án þess að líta í átt-
ina til þess, sem mælti hafði. „Hafið engar móðganir í frammi
eða svo sannarlega —“
„Þorpari geturðu sjálfur verið,“ æpti Ralph, „og þegar þú
færð að kenna á svipu minni skaltu eta hvert orð ofan í
þig.“