Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 158
206
RÖKKUR
„Hva — hvað er þetta? Er þá ekki Ralph Scrope lávarður
hingað kominn?“
„Víst er eg Ralph Scrope og hér staddur.“
„Hér — innan um þessa auvirðilegu betlara — þennan
trantaralýð!“
„Auvirðilegur betlari geturðu sjálfur verið, Fanshaw lá-
varður. Þetta eru vinir mínir, og krefst eg þess, að eins sé
komið fram við þá og mig sjálfan. Og hvað segið þér við
þessu Fanshaw?"
„Jæja, jæja,“ sagði Sir Jonas og brá sér aftur í sinn gamla
ham, — „ætlun okkar er að leita hér í skóginum, hverju rjóðri
og runna að þorparanum, sem rændi —“
„Nóg komið, herra,“ sagði Ralph og bjóst til að beita svip-
unni, að því er virtist, „hver sem skerðir hár á höfði vina
minna skal fá að kenna á svipunni, þér eigi síður en aðrir,
Sir Jonas.“
Enn brosti Sir Jonas, en hann hikaði, því að hann vissi
að Ralph var ekki lamb að leika sér við, ef hann reiddist, og
kallaði hann nú til manna sinna:
„Einhver ykkar verður að fara og leita uppi jarlinn.“
„Fyrirtak," sagði Ralph, „mér skal verða sönn ánægja að
láta hann einnig fá þá ráðningu, sem hann vinnur til.“
„En, lávarður minn, sem nábúi yðar — og vinur, að eg vona
— leyfið mér að segja, að mig furðar á vinavali yðar — stór-
furðar á því, og með tilliti til hins mikla áfalls, sem frændi
yðar hefir orðið fyrir, aha, þarna kemur þá jarlinn sjálfur!“
Ralph leit við og brá honum svo mjög, er hann sá hve
beygður og sorgbitinn jarlinn var, að reiði- og storkunaryrðin
dóu á vörum hans, en Sir Jonas blaðraði áfram:
„Kæri Wrybourne, hver skyldi trúa; hér rekumst við á
frænda yðar innan um þennan trantaralýð, og hann hefir í
hótunum við okkur, ef við leitum hér?“
„Hvers vegna?“
„Hann segir, að þorparinn, sem við leitum að, sé ekki hérna.“
„Hvers vegna eyðið þið þá tímanum til ónýtis hér?“
„En kæri Wrybourne, — getum við treyst því, að hann
segi satt?“
„Nóg komið, herra minn. Frændi minn, Ralph, er ekki lyg-
ari — það eru menn af Scropeættinni ekki, þótt margt megi
þeim til foráttu finna. Hvert augnablik er dýrmætt, komum
og höldum áfram leitinni.“