Rökkur - 01.06.1952, Page 159
RÖKKUR
207
Og á næsta andartaki var allur hópurinn á burt, en Ralph
stóð eftir þögull og undrandi í miðjum hópi flökkumannanna,
og starði á hnúðinn á svipuskaftinu, en hann sá ekki hnúðinn
— aðeins andlit hrellds manns, sem allt virtist hrunið í rúst
fyrir. Þannig stóð hann þar til Tawno snerti við handlegg hans
og mælti:
„Bróðir minn, hvað skal gera?“
„Hestinn minn, náðu í hestinn minn, Tawno, eg verð að
leggja af stað tafarlaust, því að eg verð að taka þátt í leit-
inni að vesalings barninu — eg verð, skal finna það, dautt eða
lifandi, þótt eg hætti til lífinu, — enda ekki mikill skaði, því
að fjandinn mun hirða það fyrr eða síðar.“
Tawno brosti, alvörubrosi eins og vanalega, greip um hand-
legg hans hlýlega og leiddi hann að hestunum og mælti:
„Bróðir minn, fjandinn fær ekki að hirða þig.“
„Af hverju segirðu það, Tawno?“
„Vegna þess, að þú skalt finna barnið.“
„Eg vildi, að guð gæfi, að mér mætti auðnast það.“
„Eg segi, að það skal verða svo. Og eg get fullvissað þig um,
að barnið er á lífi og heilt á húfi.“
„Hvernig geturðu vitað það — guð minn góður?“
„Við, börn skógarins, vitum allt, sem gerist á þessum hjara
— allt — illt og gott.“
„Hvar — vitið þið hvar barnið er?“
„Nei, bróðir, það vitum við aðeins, þú og eg.“
„Hvað ertu að fara — ekki veit eg það.“
„Hugleiddu, bróðir, að hundruð manna hafa leitað um all-
an skóginn, margsinnis. Augljóst er, að leitarmenn hafa marg- .
sinnis farið fram hjá felustaðnum, sem enginn mun finna, nema
þú og eg —“
„Aha — hellirinn," sagði Ralph hvíslandi. „Bak við foss-
inn. Tawno, gamli félagi, blessaður strákurinn, þú átt koll-
gátuna. Já, já eg ríð af stað tafarlaust.“
„En hugleiddu nú, bróðir minn, að þetta er ekki hættulaus
leiðangur — það má vera að þú verðir að fást við þrjá menn
— sem einskis svífast — og konu.“
„Guði sé lof, að þau eru þó ekki fleiri en þetta.“
„Þau munu vera vopnuð.“
„Það er eg líka — eg hefi tvær skammbyssur.“
„Þá,“ sagði Tawno mildilega, „verð eg að biðja þig um að
skilja þær eftir.“