Rökkur - 01.06.1952, Síða 161
RÖKKUR
209
XXXI. KAPITULI.
Barizt við barnsræningja.
„Höfum nú hraðan á,“ sagði Ralph.
„Hægan, vinur hægan. Ekkert liggur á — bezt að hefjast
handa laust fyrir sólarlag.“
„Hví ekki fyrrr?“
„Vegna þess, bróðir, að hellirinn snýr beint móti vestri —
og þeir, sem koma út úr honum þá blindast í bili af birtu
kvöldsólargeislanna, — og er menn blindast munu þeir, sem
reyna að skjóta, missa marks.“
„Rétt athugað, Tawno. Þú ert athugull og reyndur. Heppinn
var eg, er fundum okkar bar saman.“
„Heppnari var eg, því að þú aumkaðir þig yfir mig, og
hjálpaðir mér að komast til fólks míns. Og þú stóðst þig vel,
er Sir Jonas kom. Eg þori að fullyrða, að tjöld okkar mundu
hafa verið brennd til ösku, hefðir þú ekki verið þarna og lesið
yfir hausamótunum á honum —“
„Segðu mér, bróðir, er það nokkuð að marka, þegar lesið er
í lófa — eða lögð spil og þess háttar?“
„Oftast blekkingar og brellur — en meðal okkar fólks
koma stundum fram þeir, sem eru skyggnir og geta séð fyrir
óorðna hluti.“
„Hefir — Nerilla þennan hæfileika?“
„Bróðir — eg veit það ekki. Enginn þekkir Nerillu — nema
hún sjálf
„Hún er mjög fögur, Tawno.“
„Það er hún.“
„Já, bróðir, þótt hún sé dökk eins og skammdegisnóttin,
Sjálfur tek eg þó gullinhærðar meyjar fram yfir tinnudökkar.“
„Alveg rétt, bróðir,“ sagði Tawno.
„Af hverju segirðu það?“
„Af því að kona þín er gullinhærð — fögur sem sólskins-
dagur.“
„Og hvernig veizt þú það?“ spurði Ralph eftir stutta þögn.
„Eg hefi séð hana vaxa úr grasi, bróðir minn, og þig líka,
því að við, börn Sussex-skóganna, höfum augun hjá okkur.
Við vorum á svipuðu reki, þú, aðalsmannssonurinn, og eg,
flökku-strákurinn —“
„Og nú ertu mér fremri að menntun og í öllu — og eg
er hrevkinn af því, að þú kallar mig bróður. Og við verðum
fóstbræður til æviloka, Tawno?“
14