Rökkur - 01.06.1952, Síða 162
210
RÖKKUR
„Það hæfir ekki, að aðalsmaður og flökkumaður séu fóst-
bræður — það er ekki hægt að hræra saman vatni og olíu.“
„Vitleysa. Eg virði þig sem mann og það er það, sem máli
skiptir, að þú ert maður, sem allrar virðingar ert verður.
Auk þess á eg engan vin og hefi aldrei átt, svo að eg endur-
tek: Vinátta okkar skal haldast, Tawno.“
„Bróðir minn,“ sagði Tawno, „eg get aðeins sagt að allt
fer eins og það á að fara, því að þótt við teljum okkur frjálsa
menn og við getum markað okkur braut sjálfir, þá erum við
örlögum okkar háðir, og ráðum litlu um það, sem fyrir okkur
á að liggja.“
„í þessu kann nokkur huggun að vera þeim, sem dæmdur
er til að hlíta dómi illra örlaga — sumir menn gerast þjófar
og ræningjar eða morðingjar. Tökum til dæmis Jim flakkara.
Eru þá örlög slíkra manna fyrirfram ákveðin? Einhver hlýtur
að eiga sök á hvernig fer fyrir svona mönnum — þeir sjálfir
eða aðrir.“
„Við erum ekki án saka; við fangelsum þá — og hengjum.“
„Mér virðist sem þeir eigi betri örlög skilið.“
„Ef til vill. Við bóklestur hefi eg sannfærzt um, að engu
sé á glæ kastað, en allt sé breytingum háð. Og eg hallast að
því, að eftir dauðann breytist allt til batnðar, þá gangi menn
hreinir á sálunni inn í fögnuð nýs lífs.“
„Þú trúir þá á lífið eftir dauðann?11
„Já, bróðir, það geri eg. Annars væri þetta líf með allri
sinni grimmd og óréttlæti tilgangslaust.“
„Eg vildi, að eg gæti öðlast slíka trú.“
„Þú munt öðlast hana síðar, bróðir, fyrr eða síðar. En nú
skulum við skilja eftir hestana okkar hérna.“
Þeir tjóðruðu hesta sína og héldu áfram fótgangandi í átt-
ina að fossinum, sem glitraði allur í kvöldsólarskininu.
Þeir námu staðar fyrir framan fossinn, reiðubúnir. Allt í
einu kallaði Tawano eitthvað hörkulega og hátt á sínu eigin
máli — og það hafði þau áhrif, að Jim flakkari ruddist fram
gegnum fossinn bölvandi og ragnandi, og á hælum hans tveir
þreklegir flökkumenn, en þeir blinduðust af sólinni, sem skein
beint í augu þeirra, og námu staðar til þess að núa augu sín,
en í sömu svifum hafði Tawno slegið skammbyssu úr hendi
Jims og komið honum á kné — og svo byrjaði bardaginn.
Jim og félagar hans höfðu nú aðeins rýtinga að vopnum, sem
komu að litlu haldi í bardaga við tvo vaska menn vopnaða
»