Rökkur - 01.06.1952, Síða 164
212
RÖKKUR
„Eg skal ná í hann.“
„Varaðu þig á konunni.“
„Engin hætta, eg er af Lovel-ættinni, og hún áræðir ekki
að gera mér neitt.“
Tawano kom aftur að vörmu spori og jarlsefnið tók fegin-
lega við flöskunni og tottaði sem ákafast, unz mók seig á hann.
„Furðulegt til þess að hugsa,“ sagði Ralph og starði á barn-
ungann, „að við höfum allir verið svona litlir og hjálparvana.
Jæja, vefðu utan um hann og réttu mér hann.“
„Ekki fyrr en þú ert kominn á bak.“
Tawno bar barnið á staðinn, þar sem hestarnir voru tjóðr-
aðir. Ralph komst á bak hjálparlaust.
„Og nú af stað — til Wrybourne-hallar!“
„Eg mun fylgja þér eins langt og þörf krefur.“
„Þökk, Tawno — og er við skiljum, verður það aðeins til
þess að hittast aftur.“
Svo riðu þeir um stund, hlið við hlið, löturhægt, en í eigi
mikilli fjarlægð riðu þrír menn í áttina til hallarinnar, út-
taugaðir menn, þreyttir og vonsviknir.
„Fjórir dagar, Ned, fjórir dagar eru liðnir, Ned —“
„Og fjórar nætur,“ andvarpaði Ned.
„Gæti eins verið fjögur ár — heil mannsævi — og nú hefir
verið þaulleitað, og öll von úti.“
„Nei, nei,“ sagði Ned hughreystandi, og lagði hönd sína á
öxl hans. „Það er ekki öll von úti. Eg er enn sannfærður um,
að tilgangurinn sé að krefjast lausnargjalds fyrir barnið, og þá
verður því ekki mein gert.“
„En .... ef .... maðurinn er sá, sem Chalmers segir, er
það flakkarinn, sem eg nærri því gekk af dauðum eftir að
hann réðst á Jane litlu. Hann kann því að hafa gert þetta í
hefndarskyni eingöngu.......Og eg hefi miklar áhyggjur af
Andrómedu. Hún neytir hvorki svefns né matar. Þetta verður
hennar bani.“
Þeir voru nú komnir hartnær að húsinu og þeir stöðvuðu
hesta sína. Jarlinn horfði áhyggjufullur, næstum með skelf-
ingarsvip í áttina til hússins, og Ned spurði kvíðinn:
„Hvað er að, gamli skipsfélagi?“
„Andrómeda, — hún er þarna, Ned, bíður frétta milli von-
ar og ótta, og eg áræði vart að ganga á fund hennar, eg veit
ekki hvernig hún —“