Rökkur - 01.06.1952, Síða 165
RÖKKUR
213
Hann þagnaði skyndilega og starði á Ned, sem starði á
móti.
„Ó, Ned,“ hvíslaði hann með einkennilegum hörkuhreim í
röddinni, „er eg að ganga af göflunum — eða heyrðir þú þetta
líka?“
„Já, Sam, það veit guð, eg heyrði það — eða var það bara
ímyndun okkar, af því að enn lifir vonarneisti í hugum okkar.
Eg heyrði barnsgrát —“
„Það var ekki ímyndun, gamli félagi, sjáðu, sjáðu, þarna!“
Hann benti á reiðmann í nokkurri f jarlægð. Maðurinn reiddi
eitthvað og fór löturhægt. Hann var auðsjáanlega úttaugað-
ur, höfuðið seig annað veifið næstum ofan á bringu, og hann
riðaði eins og hann væri dauða drukkinn. Hann hélt á ein-
hverju með annari hendi — dauðahaldi — og nú heyrðist eins
og smákjökur.
„Guð minn góður,“ hvíslaði Sam.
„Ríðum móti honum,“ kallaði Ned.
„Þá er hingað komið,“ sagði Ralph veiklega, er þeir voru
við hlið hans. „Hérna Japhet frændi, helvítið þitt, taktu við
litla drengnum þínum, áður en eg missi hann.“
XXXII. KAPITULI.
Anna frænka reynist hollráð.
„Nei .... og aftur nei, Japhet,“ sagði Ralph og rétti úr sér í
sætinu með erfiðismunum. „Eg mun ekki þiggja gestrisni
þína — og vertu ekki að hafa fyrir að þakka mér.“
„Verði það þá svo — þú ert ekki sá fyrsti, sem mótmælir
er eg vil láta í ljós þakklæti."
„Og eg vil ekki heldur, að Andrómeda þín þakki mér —
en hest gætirðu sett undir mig, því að minn er uppgefinn, og
eg vil komast af stað.“
„En kemstu leiðar þinnar, — þú ert illa sár á öxl, að því
er virðist.“
„Víst kemst eg — og þótt það væri banasár mundi eg held-
ur skríða í næsta skurð til að drepast en inn undir húsþak
þitt. Ríða mun eg og sendu eftir hesti án tafar.“ ,
„En hvað segið þér, Little læknir?“ spurði jarlinn mann
nokkurn, er borið hafði að meðan þessi orðaskipti áttu sér
stað, og var hann heimilislæknir hans, mikill maður vexti og
gildur, og bar því ekki nafn með réttu.