Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 166
214
RÖKKUR
„Óráðshjal, jarl minn, óráðshjal, pilturinn ætti að fara í
rúmið og ekki stíga i fætur fyrr en hann er ferðafær, en eg
þekki peyja allt frá því að eg hjálpaði honum í heiminn, og
þegar í upphafi gerði hann mér eins erfitt fyrir og hann gat,
og helvítis þrái hefir einkennt hann alla tíð síðan —“
„Eg mun burt ríða hvað sem þessi gamli skröggur segir.“
„Og. vanalega varð eg að tukta hann til og grípa til sér-
stakra ráða til þess að fá peyja til þess að gleypa pillu — jafn-
vel að það kostaði bardaga — og nú —“ og Little læknir
ávarpaði nú Ralph beint — „eruð þér, Ralph jarl, jafn erfiður
mér viðfangs og forðum, og sjálfum yður verstur. Svo að ef
þér endilega viljið ríða burt héðan, þá getið þér gert það, og
fjandans til, ef þér viljið.“
„Já, og greitt, heldur en að dveljast lengur hér, og eg mun
biðja gamla Skolla að kynda duglega áður en þér komið,
Little læknir. Og nú Japhet, fæ eg hestinn — eða hvað?“
„Þú drekkur að minnsta kosti glas af víni þér til hressingar?"
sagði jarlinn.
„Víni, fjandinn hirði allt vín,“ hvæsti Ralph. „Eg bragða
ekki dropa framar -— aldrei.“
Jarlinn, sem hafði búizt til að gefa fyrirskipun varðandi
hest handa Ralph, stóð og gapti, en Little læknir gekk til hans
og þreifaði á slagæðinni, heimtaði að hann ræki út úr sér tung-
una, og gerði Ralph það bölvandi:
„Enginn hiti — maðurinn er ekki með óráði. Hann hefir
því borið fram blákalda lygi — og þó — þótt strákurinn væri
brellinn og þrár laug hann aldrei — en nú skal þetta prófað
og þar sem portvín er blóðstyrkjandi fyrirskipa eg að hann
skuli drekka glas af bezta portvíninu, sem til er í kjallara jarls-
ins.“
„Þið Japhet getið drekkt ykkur í portvíni, ef þið óskið, en
eg snerti það ekki. Og nú legg eg af stað fótgangandi, ef eg
fæ ekki hestinn.“
Jarlinn dró nú ekki lengur að fyrirskipa, að söðla hest í
skyndi handa Ralph.
Þegar Ralph var kominn út í forsalinn, eftir að hafa ávarpað
þá jarlinn og Little lækni „viðeigandi“ kveðjuorðum, lá við
að hann hnígi niður af blóðmissi og magnleysi. Staulaðist
hann að bekk og settist þar til að jafna sig. Allt í einu heyrðl
hann, að skrjáfaði i silki, og þurfti hann ekki að vera í nein-