Rökkur - 01.06.1952, Side 168
216
RÖKKUR
hvort spá flökkumeyjar er rétt. Hún drap á konu, er syrgði
drukknaðan son, en í tónum seiddi hún sál hans til sín —
hver mundi það vera önnur en frú Jennings, hin milda og
gæzkuríka korta, er misti Eustace son sinn — er ekki bend-
ing í þessu, góða frú Leet?“
„Vísbendingin í spánni er rétt, Ralph, því að sú, er þú leitar,
er þar, — bíður þar — milli vonar og ótta.“
„Vonar — bíður — kannske eftir mér?“
„Þú verður að komast að raun um það sjálfur, Ralph — og
guð blessi ykkur bæði.“
XXXIII. KAPITULI.
Hvernig Ralph lét spá Nerillu rætast.
Sólin skein á hið bjarta hár Cecily gegnum eldhúsgluggann,
en hún var önnum kafin við kökubakstur, en skammt frá
henni sat hin blíðlega, en raunamædda frú Jennings, og af-
hýddi epli.
Fuglasöngur kvað við úr garðirmm, því að þetta var snemma
morguns. Þær Cecily og frú Jennings voru gamlir og reyndir
vinir og undu jafnvel í návist hvor annarrar, þótt ekkert væri
rabbað, eins og þegar nóg var um að skrafa.
Loks lét frú Jennings hendur falla í kjöltu sér og mælti:
„Eg get ekki annað en dáðst að þér, blessað barnið mitt.“
„Mér?“ spurði Cecily alveg forviða. „Hvað hefir komið yfir
þig?“
„Ó, ekkert svo sem, eg hefi bara verið að hugsa um hvað
þú. berð þig hétjulega — lætur aldrei í ljós, jafnvel ekki
við mig, hvað þú hefir verið sárt leikin — og aldrei aumkar
þú sjálfa þig, Cecily.“
„O, eg er engin hetja, — eg græt oft þegar eg er ein, í rúmi
mínu, þegar eg ligg andvaka — en eg aumka hann meira en
mig.“
„Það gerði eg líka, þegar hann var lítill drengur, því að
hann var svo einmana, án þess í rauninni að gera sér það ljóst.
Þegar hann var kominn á unglingsár anaði hann áfram í
blindni, og — nú — hvernig fer fyrir honum án þín, —“
„Hvað áttu við?“
„Annað hvort er hann glataður — eða honum lærist að
þekkja sálfan sig.“