Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 169
RÖKKUR
217
„Veiztu það,“ sagði Cecily og fór allt í einu að velta köku-
keflinu í ákafa, „eg hefi stundum verið að hugsa um það upp
á síðkastið, að eg hefði ekki átt að giftast honum?“
„Og hvers vegna ekki, ef eg má spyrja?“
„Af því að við erum ekki sömu stéttar, eg er og verð aldrei
annað en sveitastúlka. Eg er stór og hraust, og mér geðjast að
ýmsu, sem engri aðalskonu mundi geðjast að. Mundi það til
dæmis geta komið yfir nokkra aðalskonu ómótstæðileg löngun
til þess að grípa heyfork —?“
„Heyfork —?“ endurtók frú Jennings og rak upp stór augu.
„Hvers vegna?“
„Af því að geta handleikið heyfork betur en flestir karl-
menn, — og mér geðjast ekkert að ilmvötnum og þess háttar
— en mér þykir góður ilmur úr heyi, sem er að þorna, og mér
fellur vel lyktin af kúnum og hestunum. Eg verð að játa að
rcér finnast silkisokkar fallegir og þægilegir, en mér líður bet-
ur sokkalausri, og það er vitanlega ágætt að hafa þjóna á
hverjum fingri til þess að stjana við sig, en mér finnst alltaf
að eg geti gert allt betur en þeir. Og mér þykir gaman að
baka og brugga og strokka smjör. Eg er ekki hefðarkona og
verð aldrei og þó hefi eg reynt það, hans vegna. Eg er bónda-
dóttir og allir vita það, — og aðalsfólkið í héraðinu er hætt
að koma, og því veit eg, að það lítur niður á mig, og eg hefði
aldrei átt að giftast honum — og eg er svo skelfing hrædd um,
að honum finnist líka, að hann hafi tekið niður fyrir sig og
sjái eftir öllu saman .... og þótt eg vilji vera sveitastúlka og
verði aldrei annað held eg, að eg gæti næstum afborið að vera
hefðarkona hans vegna, ef eg bara gæti það.“
„En, væna mín, þú nýtur þín bezt, eins og þú ert.“
„En ef hann vill mig ekki öðru vísi en sem hefðarkonu?“
„Cecily mín, þú getur reitt þig á, að aðalskonan, hvernig
svo sem „gerfi“ hennar er, ber sömu tilfinningar í brjósti og
konur almennt. Og um hann Ralph þinn er það að segja, að
hann er vitanlega óvanalega erfiður viðfangs, af því að faðir
hans spillti öllu fyrir honum í uppvextínum, og það fer ekki
betur fyrir honum en föðurnum, er eg smeyk um, nema —
nema þú, með ást þinni, hreinleika og blíðu, getir sigrað hið
illa í sál hans, og eg held, að þér muni auðnast það, af því að
þú ert svo góð og umburðarlynd.“
„En,“ sagði Cecily um leið og hún misti kökukeflið á gólfið,