Rökkur - 01.06.1952, Side 172
220
RÖKKUR
„Sagðirðu ekki, að hann hefði verið blóðugur?“
„Víst var hann það, hann lagaði í blóði — en blóðið var úr
hetjunni, manninum yðar, kona góð, Ralph lávarði, og það
var það, sem eg vildi sagt hafa.“
„Guð minn góður, er hann mikið meiddur?“
„Nú, jæja, lafði mín, hann er ekki dauður — ekki ennþá.
Einhver líftóra var í honum seinast þegar eg vissi.“
„Hvar — hvar er hann núna?“
„Það veit sá sem allt veit, en eftir að hann hafði skilað barn-
inu heilu í hendur jarlsins, og þeir skipst á nokkrum orðum,
hneig hann í ómegin á hestinum, og jarlinn bar hann inn, en
Little læknir lappaði eitthvað upp á hann, og svo vildi hann
óður og uppvægur fara, en guð veit hvert, en kannske hann
hafi farið að leita að fleiri börnum, hetjan, sem bjarga þarf.
Og þarna hafið þið nú fréttirnar, konur góðar, en nú er eg
farinn að verða þurr í kverkunum eftir allt masið.“
„Komið inn sem snöggvast í setustofuna, herra Toop, og eg
skal láta Caroline færa yður öl,“ sagði frú Jennings.
„Hann hefir kannske særst hættulega?“ sagði Cecily við
frú Jennings, þegar Toop var seztur í setustofunni og farinn
að teyga ölið.
„Nei, væna mín, hafi hann treyst sér til að fara ríðandi,
getur það varla verið mjög slæmt. En þetta var hraustlega
gert, Cecily.“
„Já, já, en ef hann hefir nú dottið af baki og liggur kannske
einhversstaðar hjálparvana —“
„Eg held ekki, að það sé nein ástæða til að óttast neitt slíkt,
og hvað gætum við gert?“
„Nei, við getum víst lítið gert nema biðja fyrir honum.“
Og það gerðu þær án efa báðar, en Cecily tók kökukeflið
og hélt áfram bakstrinum. Var henni órótt mjög.
Toop gamli lagði nú af stað, endurhrestur af ölinu, og gekk
eins hratt og hinir veiku fótleggir hans þoldu, en er hann var
kominn inn í trjágöng nokkur, nam hann skyndilega staðar
til þess að virða fyrir sér reiðmann nokkurn, sem nálgaðist,
en fór löturhægt.
„Herra trúr, herra trúr, þér, Ralph lávarður, og enginn
annar,“ sagði hann loks, er fundum bar saman.
„Segið mér, Toop, er konan mín hérna?“
„Hún er það, lávarður minn, og blómlegri en nokkru sinW
fyrr og —“