Rökkur - 01.06.1952, Síða 173
RÖKKUR
221
„Gott og vel — hraðið yður heim — og boðið komu mína.
Með varfærni, skiljið þér, Toop?“
„Eg skil, eg skil, lávarður minn, látið gamla Toop um það.“
Og svo tifaði hann heim á leið og birtist brátt aftur við
gluggann.
„Jæja, konur góðar, eg hefi meiri tíðindi að segja, þótt ekki
séu það nein stórtíðindi. Það er víst allt í lagi með lávarðinn,
eg held að það sé alveg hætt að blæða úr sárinu, og ef þið
spyrjið mig hvernig eg viti það, þá svara eg að eg hafi séð
það sjálfur, og ef þið spyrjið hvenær, þá var það hérna úti á
veginum fyrir fimm mínútum, og þar af leið —“
Tóop þagnaði skyndilega, því að Cecily tók allt í einu við-
bragð mikið og hentist út, til þess að leiða manninn sinn úr
dimmu örvæntingarinnar í ljós ástar sinnar og blíðu.
„Ralph,“ kallaði hún.
Og er Ralph heyrði gleðióminn í rödd hennar hljóp hann
til móts við hana, en sökum þess hve máttlítill hann var,
hrasaði hann, og hafði eigi risið upp, er hún kom, og af því
* að hann hafði jafnan nokkra tilhneigingu til hins öfgakennda,
kyssti hann á fætur henni, en hún beygði sig niður og lyfti
honum upp, því að hún var sterk vel, og þrýsti honum að sér
án þess að segja neitt, en hann hálfstamaði:
„Get-urðu nokkurn tíma .... fyrirgefið mér, og .... reynt
að elska mig, eins og forðum daga?“
„Eg elska þig — hvernig sem allt velkist, Ralph — get
ekki annað. Það hefir aldrei verið og verður aldrei neinn
annar.“
Og nú, af því að hvert orð hljómur raddarinnar og tillit
hinna fögru augna hennar, bar allt því vitni, að hún segði
satt, þá áræddi hann að kyssa hana, en afbrýðin illa rann á
flótta og var gleymd um leið og hún hvarf.
XXXIV. KAPITULI.
Hvernig Jane bjargaði „Robin góða“.
í skóginum, þar sem fundum Jane og Sir Roberts hafði fyrst
horið saman, steig hann nú af baki, tjóðraði hest sinn og leit
í kringum sig með eftirvæntingarsvip, en annað hvort var, að
hann kom of snemma eða hún var of sein, því að hún var