Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 174
222
ROKKUR
hvergi sjáanleg, og settist Sir Robert nú og hallaði sér upp að
trjábol, og beið smámeyjarinnar.
Hann beið þarna með þolinmæði, sem vakti furðu hans, og
það seig yfir hann einhver friðarró, sem honum, hinum eirð-
arlausa og einmana manni, var ný kennd. Þarna, í kyrrð og
friði skógarins, fjarri ys og þys og erli og baráttu daglegs
lífs, var sem græðilyf hefði dregið allan sviða úr hinum gömlu
sárum, sem bardagamaðurinn og mannhatarinn Robert
Chalmers hafði hlotið, og hann furðaði sig stórlega á þessari
breytingu. Hvernig stóð á því, að hann nú gat notið kyrrðar
og friðar í einveru skógarins? Hvernig stóð á því, að hin sanna
lífsgleði hafði haldið innreið sína á lendur huga hans?
Og á þessari stundu settist svartþröstur á grein fyrir ofan
hann og söng af slíkri hjartans lyst, að engu var líkara en að
hann væri áfjáður í að svara spurningum mannsins, sem hall-
aði sér þarna upp að trjábolnum, og sannfæra hann um, að á
stuttu jarðarskeiði er allt hið fégursta, sannasta og bezta, sem
lifið hefir upp á að bjóða, sem gjafir, er bíða alls er lífsanda
dregur — manna og dýra — í einfaldleika sínum og fegurð.
Þannig eru gjafir hins mikla skapara til handa hverjum þeim,
sem gefur sig á vald hins góða, sanna og göfuga.
Það var eins og dillandi söngur svartþrastarins ætlaði aldrei
að enda, Guði sé lof, — en nú flaug hann burt syngjandi —
cg er Sir Robert leit í kringum sig, eins og til þess að komast
að raun um hvað hefði orðið til þess að fæla þennan vin hans
burt, leit hann framan í tvo menn, svo illmannlega á svip, að
bann efaðist ekki um, að sín hinzta stund væri komin, en
eigi varð neins ótta vart í svip hans, er hann mælti:
„Jæja, Twiley, hví ert þú hingað kominn — og hefir þennan
erkifant með þér?“
„Kæri vin,“ sagði markgreifinn og gekk fram og var sem
hann byggist til að heilsa kumpánlega og kæruleysislega, eins
og hans var vandi, — „sannast að segja er það alveg öfugt,
Bellenger fór fram á, að eg kæmi líka —“
„Já, svo sannarlega,“ sagði Bellenger reiðilega. „Það er eg,
sem segi fyrir verkum í dag, og eg ætla ekki að láta neinn
aftra mér frá að koma mínu fram, Chalmers, skiljið þér það?
Eg set yður úrslitakosti, skiljið þér, í eitt skipti fyrir öll? Hvort
sem yður líkar betur eða verr skuluð þér verða að hlýða á
mig — og svara játandi eða neitandi — eða eg sendi yður beint
til Vítis.“